Sýnt var beint frá Eyjagosinu 1973. Jöklar voru endurvarpar á leiðinni norður.

Þegar gosið í Heimaey brast á aðfararnótt 23. janúar 1973 var sendingartækni sjónvarpsmynda afar takmörkuð.

3. eldgos. Eyjag í saGervihnattasendingar erlendis frá voru ekki komnar og innanlands var það aðeins eindæma útsjónarsemi og dugnaður tæknideildarinnar sem gerðu sendingar á milli landshluta mögulegar. 

En tæknideildin lét erfitt landslag ekki stöðva sig heldur notaði strax á fyrstu árum sjónvarps hina hvolfmynduðu jökla við vestanverðan Langjökul sem svinvirkandi endurvarpa sendingargeisla, sem varpaðis frá Skálafelli í milli þessara jökla og þaðan alla leið í einu stökki á ákveðinn blett á Tröllaskaga ofan við Öxnadalsheiði.

Vegalengdin á milli Skálfells og Öxnadalsheiðar var um 200 kílómetrar og geislinn brotnaði um örfáar gráður á milli jöklanna en dró samt alla leið !

Líklega hefur hvergi í heiminum verið sýnd önnur eins færni og hugvit við svona verkefni. 

Tæknideildin var snögg til þegar byrjai að gjósa í Eyjum og kom fyrir myndavél uppi á Klifinu á Heimaey, sem sýndi gosið beint og sendi myndirnar til Reykjavíkur. Þar var hægt að fylgjast með þróun mála í þessari Pompei norðursins, framrás hraunsins og því hvernig öskufallið féll yfir eyjuna.  

Ótal margt fleira mætti tína til af tæknilausnum þessara ára þegar hinir framsæknu og djörfu ungu menn í þessari nýstofnuðu stofnun voru haldnir fádæma eldmóði við að færa þjóðina inn í nútímann. 


mbl.is Gosið í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki rétt að hinkra með nafn á fyrirbæri sem enginn veit enn hvernig verður?

Einmitt þegar vísindamenn eru að byrja á því að velta vöngum yfir því hvers konar fyrirbrigði sé að myndast við Fagradalsfjall er rokið af stað við nafngift án þess að vita hvernig á endanum eldstöðin eigi eftir að líta út. Eldgos í Geldingadal

Hún gæti orðið lítill og sætur gígur ef gosið heldur ekki áfram, og allt upp í háa og víðáttumikla dyngju. 

Að vísu heitir fjallið Fagradalsfjall sem ræður ríkjum við gosstaðinn, myndað undir jökli, og þá hefði kannski verið nærtækara að kalla það Fagradalshraun. 

Setjum sem svo, að lítið dalverpi hafi í öndverðu þar sem byrjaði að gjósa úr gíg fyrir þúsundum ára og að þá hafi verið uppi menn hefðu endilega viljað gefa fyrirbærinu heitið Fagrahraun í stað þess að hinkra nógu lengi til þess að sjá að þarna var að myndasta dyngjan Skjaldbreiður, sem Jónas Hallgrímsson orti um:  

"Ógnarskjöldur, bungubreiður, / ber með sóma réttnefnið."

Stórar dyngjur hafa aldrei þótt hafa hraun, sem beri af hvað fegurð snertir, og því yrði heitið Fagrahraun yfir eldstöðina ankannalegt yfir glæsilegar dyngjur. 

 


mbl.is Kallar hraunið Fagrahraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löng og glæsileg hefð fyrir sérstöðu og miklu gildi Íslands í jarðeðlisvísindum.

Stóran hluta síðustu aldar nutu Sigurður Þórarinsson og fleiri íslenskir jarðfræðingar mikillar alþjóðlegrar virðingar fyrir þær rannsóknir, sem þeir gátu gert og miðluðu kollegum sínum erlendis af. 

Erlendir jarðvísindamenn voru furðu tíðir gestir hér á landi, einkum þýskir, og hér á landi stunduðu arftakar Wegeners mælingar, sem voru þýðingarmiklar til að varpa ljósi á hina stórmerku landrekskenningu hans. 

Wegener var reyndar veðurfræðingur og þurfti að hafa mikið fyrir því að fá aðra vísindamenn til að meta kenningu hans að verðleikum,

Hann fórst í leiðangri á Grænlandi 1930, svo að hann lifði ekki að sjá þessa grundvallarkenningu fá verðskuldaða viðurkenningu. 

Íslensku eldgosin voru eins og risavaxin tilrauna- og rannsóknarstofa fyrir jarðfræðina, svo sem Surtseyjargosið 1963 til 67, sem var dýrmætt vegna rannsókna á gosum í sjó og undir jöklum, þar sem móberg myndaðist. 

Í Kröflueldum fékkst gríðarmikill fróðleikur um eðli eldgosa á flekaskilum meginlandanna og nú er að bætast við alveg nýir möguleikar og viðfangsefni rétt í hlaðvarpanum á höfuðborgarsvæðinu. 


mbl.is Ísland er lifandi rannsóknarstofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband