Handabandið heldur áfram að vera varasamt fyrir alla.

Sífellt fjölgar þeim sem hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni og áunnið sér ónæmi. 

En nú rétt í þessu nefndi Kári Stefánsson það í sjónvarpfrétt að ekki væri hægt að segja að ónæmið væri alltaf 100 prósent; 90 prósent væri nær lagi. 

Útbreiddara ónæmi þýðir þar að auki ekki að hinir bólusettu geti ekki verið smitberar rétt eins og dauðir hlutir á borð við húna handföng og hlutir úr efni þar sem veiran getur haldist lifandi nógu lengi til að berast á milli fólks við snertingu. 

Ónæmur maður getur þessvegna með handabandi flutt veiruna sem milliliður með því að taka fyrst í höndina á einum og síðan í höndina á öðrum. 

Eitt þekktasta dæmið um þetta var það þegar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þá ósýktur, tók í blábyrjun faraldursins þar í landi í höndina á fjölda fólks á einum degi og fékk auðvitað veikina af þvílíku afli að hann varð mjög veikur og lenti í öndunarvél um tíma. 

Það er því langt frá því að allt sé unnið í baráttunni og sóttvörnunum um sinn, þótt áfram miði hægt og bítandi. 


mbl.is Snerta ekki lengur sama kaðalinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært myndskeið; þó vantar herslumun miðað við Kröflugosið 1984.

Það er frábært að sjá myndskeiðið á mbl.is af því þegar ný sprunga var í myndun í nótt í gosinu í Geldingadölum.  Þó vantar herslumun ef miðað er við myndina af fyrstu upptökum eldgossins við Kröflu haustið 1984. 

Fyrir hreina tilviljun var myndavél í flugvél látin ganga í algeru myrkri syðst á gossvæðinu frá 1981 á þeim tíma sem jarðfræðingar áttu helst von á því að jörðin rifnaði þarna.

Allt í einu kom líkt og eldrauður hnífsoddur upp úr myrkvaðri jörðinni, óx hratt jafnframt því sem annar eldoddur og enn fleiri þar á eftir komu upp, uxu og mynduðu að lokum heilan eldvegg líkan blóðrauðu sagarblaði með risavöxnum tönnum.   

Á þeirri mynd úr vefmyndavél mbl.is, sem birt er, kemur hraunlæna renndandi frá vinstri eftir hallanum inn í myndsviðið og lengist og stækkar. 

Þetta yndskeið er afar dýrmætt. 

Eftir stendur samt, að myndskeiðið af upphafi Kröflugossins 1984 er af fyrstu uppkomu eldsins í því gosi, en því miður er ekkert slíkt myndskeið til af fyrstu uppkonu jarðelds í gosinu í Geldingadölum 19 mars sl.  


mbl.is Nýja sprungan myndast – myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt frá stigum í húsum upp á efstu tinda. Þrekmæling eftir bólusetningu.

Líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði, íþróttasalir og önnur mannvirki til íþróttaiðkana eru meðal þeirra nafna sem oft hafa verið nefnd varðandi þau fyrirtæki og stofnanir sem sóttvarnarráðstafanir hafa bitnað á. 

Og samfara því hafa þær tugþúsundir fólks, sem hefur notið aðstöðunnar á þessum sltöðum orðið fyrir miklum missi það ár, sem liðið hefur síðan farsóttin hefur geysað. 

En það er þó ekki þannig, að allar bjargir séu bannaðar til þess að reyna að halda í líkamleg og andleg verðmæti. 

Þar er ekki aðeins um að ræða atriði eins og noktun skíðasvæða og gönguleiða, heldur er jafnvel hægt að stunda furðu fjölbreytilega rækt innan húss. 

Hér á síðunni hefur áður verið bent á æfingu, sem veitir afar fjölbreytta færni ef fólk hefur aðgang að stigum í húsum eins og fjölbýlishúsum. 

Síðuhafi hefur til dæmis stundað stanslaust í rúmlega sextíu ár stigahlaup eða ígildi þeirra. 

Hlaup upp stiga hefur þann góða kost, að jafnvel þótt viðkomandi sé með aum hné, er árreynslan á þau í hlaupum upp stiga þar sem teknar eru tvær tröppur í skrefi, afar jákvæð, því að þetta er nefnilega ekki hlaup í þeim skilningi að lent sé harkalega niður í hverju skrefi, heldur er þetta klifur sem eingöngu hefur jákvæð áreynsluáhrif á hné og ökkla. 

Sé hlaupið upp fjórar hæðir, til dæmis frá fyrstu upp á fimmtu hæð, jafngildir það um 200 metra hlaupi á jafnsléttu í áreynslu og eflir allt í senn, viðbragð, hraða, snerpu, kraft og úthald. 

Ef ævinlega er tekinn tími á hlaupinu, sem auðvitað fer ekki fram fyrr en eftir hálftíma hraðgöngu með liðkunaræfingum sem tengjast vip þessa upphitun við hlaupið, er það ágætur mælikvarði á almennt líkamlegt grunnástand. 

Eftir tvær bólusetningarsprautur kon til dæmi í ljós, að hlaupatíminn haggaðist ekki, og það var ótvítrættt merki þess að lungun urðu og hafa ekki orðið fyrir neinum áhrifum.  


mbl.is Fjallaskíðabrölt um Tindastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband