Gæti íslenska stikkfrí aðferðin í CO2 málum gengið upp á heimsvísu?

Sífellt má sjá þeim rökum haldið fram opinberlega varðandi framlag Íslands til útblásturminnkunar koltvísýrings, að vegna smæðar þjóðarinnar eigum við kröfu á að sleppa við að taka þátt í þessu alheimsátaki af því að það muni nánast ekkert um það. 

Íslendingar séu nefnilega aðeins 0,005 prósent af jarðarbúum. 

Þeir, sem þessu halda fram í krafti þess að aðrir jarðarbúar en við séu 20 þúsund sinnum fleiri en við, gæta hins vegar ekki að því, að ef þessi rök gilda um okkur, eiga þau líka við hvaða 370 þúsund manna hóp jarðarbúar, sem er. 

Allar borgir heimsins eða borgarhverfi, sem eru með um 300-500 þúsund íbúa geta þá beitt þessum rökum, og afmarka mætti um 20 þúsund svæði á jörðinni sem hefðu þennan mannfjölda og þar með sömu rök og við til að taka ekki þátt í neinni skerðingu útblásturs.  

Þar með getur þessi íslenska stikkfrí aðferð gert allt mannkynið stikkfrí, og málið dautt!


Veruleikinn breytist hratt.

Síðustu 16 mánuði hefur heimsmyndin breyst svo gersamlega, að engan hefði getað órað fyrir þeim viðfangsefnum og fréttum sem nú er fengist við um allan heim og birtast í orðum eins og sjálfsprófi í tengslum við sóttkví. 

Áreiðanlega hefði mátt hlæja að spám margar af svonefdnum völvum fyrir síðustu ár. 

Eitt af því er beiting nýrrar tækni af öllu tagi til þess a hjól þjóðfélagsins geti snúist að nýju af þeim krafti sem þarf til að komast upp úr lægð undanfarins farsóttarárs. 

Þótt yfirbragð þessara nýjunga gefi til kynna erfiðleika og vesen er þó um að ræða úrlausnir sem með tímanum geta skilað ávinningi, sem færir það jákvæða niðurstöðu að lokaniðurstöðuna má orða með orðinu framfarir og hagkvæmni, sem kannski hefði aldrei fengist.  


mbl.is Gæti bundið enda á sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Margir hafa óttast að annaðhvort árið 2019 eða 2020 verði fært í annála sem tímamótaár í eilifri viðureign mannkynsins við drepsóttir, veirur og sýkla. 

Mannkynið er orðið svo fjölmennt og missskipting gæða slík, að farsóttir eins og COVID-19 og fjölónæmissýklar fái ráðrúm í tíma og rúmi til að efla framgang sinn með nýjum og nýjum stökkbreytingum, sem muni valda því að sífellt þurfi að elta skottið á þessum ógnum með nýjum og nýjum bóluefnum og sýklalyfjum. 

En hugsanlega verða áramótin 2019-2020 í framtíðinni talin sem tímamót í mannkynssögunni. 

Því er það því miður líklegt að pöntun á einni og hálfri milljón af bóluefni sé alls ekki ofætlun, heldur falli það undir gamla íslenska máltækið, að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið. 


mbl.is Meira smitandi en önnur afbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismál Skota, mál, sem Íslendingar ættu að skilja.

Sjálfstæðisbarátta Íslendinga tók á sig ákveðna mynd strax með Þjóðfundinum svonefnda 1851, sem var um margt merkilegur viðburður, því að hann fólst þjóðaratkvæðagreiðsllu á Íslandi i alveg sérstökum kosningum utan við Alþingiskosningar til sérstaks íslensks stjórnlagaþings. 

Þegar fulltrúa konungs varð ljóst að Íslendingar stefndu að því að búa sjálfir til eigin stjórnarskrá með miklu sjálfstæði, sleit hann fundinum einhliða, og við það hefur setið síðan, í alls 170 ár. 

Að vísu var kosið að nýju til sérstaks íslensks stjórnlagaþings árið 2010, en lagatæknum ríkjandi valdaafla á Íslandi tókst að fá þá kosningu metna ógilda af Hæstarétti vegna smásmugulegra framkvæmdaratriða, sem hvergi í hinum vestræna heimi hefðu verið tekin gild ástæða til slíks úrskurðar. 

Nægir að nefna úrskurð stjórnlagadómstóls Þýskalands í svipuðu máli sem dæmi um slíkt. Í því máli var úrskuirðað um lagfæringar á framkvæmd slíkra kosninga, en úrslitin látin standa á þeim forsendum, að vankantarnir hefðu ekki haft áhrif á úrslit kosninganna. 

Mannfjöldir, 5,3 milljóni og aðstæður í Skotlandi eru svipaðar og hjá fjölmennustu Norðurlandaþjóðunum og Írum og því ætti það að vera sjálfsagt mál að Skotar fái sjálfir að ráða um stöðu sína. 

En þar, líkt og hér, standa valdamikil öfl bæði utan og innan Skotlands að því að koma í veg fyrir allt slíkt, líka það að Skotar fái sjálfir að ákveða hvort þeir fylgi Englendingum úr ESB eða verði aðildarland að ESB. 


mbl.is Enginn geti hindrað kosningu um sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband