Það verður flatarmál malbiks á við Keflavíkurflugvöll á milli Hveragerðis og Selfoss.

Gróft reiknisdæmi sýnir, að þegar framkvæmdum lýkur á Þjóðvegi eitt milli Hveragerðis og Selfoss, verður flatarmál malbiks þar á milli álíka stórt og flugbrautir og akstursbrautir Keflavíkurflugvallar. 

Á þessu sést gloggt hva gríðarlegt flatarmál stækkandi bílablota hefur mikil áhrif á öll samgöngumannvirki á landinu. 

Það vekur spurninguna um það hvort það þurfi virkilega tíu fermetra af malbiki og tvö tonn af stáli til að flytja að meðaltali 100 kíló af mannakjöti um vegi landsins og götur íslensks þéttbýlis.  


mbl.is Fleiri farnir að velja Þrengslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt lýðræði að vöntun á örfáum atkvæðum þurrki út sex þingmenn.

Sú sérkennilega staða er uppi varðandi hugsanlegt fylgi flokka í næstu kosningum, að örfá atkvæði til eða frá geti "drepið" fylgi um tíu prósent kjósenda. 

Eins og er, er um að ræða fylgi Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins, sem er rétt ofan við 5 prósenta "þröskuldinn" hjá hvorum um sig, sem er í íslensku stjórnarskránni og táknar það, að flokkur verði að fá minnst 5 prósenta fylgi á landsvísu til þess fá mann á þing, þótt 5 prósent innifeli nóg til þess að öðrum kosti að tryggja hvorum flokki um sig þrjá þingmenn, eða sex alls. 

Réttlætið í þessu tilfelli sést best á því, að tæp tíu prósent atkvæða, sem flokkarnir tveir fengju samtals en féllu "dauð" niður, samsvara því að Norðvesturkjördæmi fengi engan mann á þing!

Heyra má í umræðunni um nýjustu skoðanakönnun MMR skelfingaróp vegna þeirrar ógnar, sem stafaði af því að allir flokkar fengju þingmannatölu í samræmi við fylgi sitt! 

Lýsir það sérstæðri lýðræðisást í ætt við það þegar tveir flokkar ætluðu sér með úthugsuðu kosningabandalagi 1956 að ná meirihluta þingmanna út á minna en 40 prósent atkvæða, en í kosningunum þar á undan, 1953, munaði fáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta þingmanna út á innan við 40 prósent af heildarfylgi. 


mbl.is Stjórnarmyndun ákaflega erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skaplegu veðri er hið besta mál að vera á tjaldsvæði.

Í fyrrahaust fór ég að gamni mínu í gegnum bókhaldið varðandi vinnuferðir út á land á þessari öld og útkoman var óvænt. Ferðirnar vegna virkjanaframkvæmda á Norðausturhálendinu voru meira en hundrað og gistinæturnar í gömlum jeppum jafngiltu fjarveru að heiman í meira en hálf ár samtals.  

Útihitinn var allt frá 13 stigum að næturlagi upp í 13 stiga frost enda stundum verið í útilegu að vetrarlagi uppi á hálendinu. 

Eftirtekjurnar eru fólgnar í myndefni fyrir nokkrar heiimildarmyndir.  

Vegna bakflæðis í vélinda og samfalls í baki eru framsæti í bílum heppilegasta svefnstellingin og tjaldstæði landsins hafa reynst ómetanleg. 

Hægt hefur verið að hafast við í minnstu fornbílum landsins vegna þess, að því minna sem innanrýmið er, því betur helst hitinn við undir svefnpokunum, og með einfaldri tengingu milli 220 volta hleðslutækja og 12 volta geymis er eitt stykki framsæti fullkominn vinnustaður og gististaður, einkum á tjaldstæði. 


mbl.is Flæðir út úr tjaldsvæðum: „Gjörsamlega troðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband