Það verður flatarmál malbiks á við Keflavíkurflugvöll á milli Hveragerðis og Selfoss.

Gróft reiknisdæmi sýnir, að þegar framkvæmdum lýkur á Þjóðvegi eitt milli Hveragerðis og Selfoss, verður flatarmál malbiks þar á milli álíka stórt og flugbrautir og akstursbrautir Keflavíkurflugvallar. 

Á þessu sést gloggt hva gríðarlegt flatarmál stækkandi bílablota hefur mikil áhrif á öll samgöngumannvirki á landinu. 

Það vekur spurninguna um það hvort það þurfi virkilega tíu fermetra af malbiki og tvö tonn af stáli til að flytja að meðaltali 100 kíló af mannakjöti um vegi landsins og götur íslensks þéttbýlis.  


mbl.is Fleiri farnir að velja Þrengslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Mannakjöt" ?

Finnst þér þetta virkilega vera þér sæmandi Ómar Ragnarsson, að tala um manneskjur sem

"Mannakjöt" ?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.7.2021 kl. 01:41

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Á móti má spyrja, þurfum við allt þetta malbik a Reykjavíkurflugvelli til að koma frúnni á  loft og lenda með einn gamalmannaskrokk innanborðs.

Ég er búinn að mæta bæði 60 farþega rútum og 45 tonna flutningabilum á þessum vegi,  það er verið að byggja þessa vegi upp fyrir framtíðina Ómar

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.7.2021 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband