13.9.2021 | 14:20
Fjarlægð frá öðrum löndum er engin afsökun fyrir aðstöðuleysi.
Frá upphafi íþróttaiðkunar og tilveru íslensks íþróttafólks á heimsmælikvarða á borð við frjálsíþróttamenn okkar; gulldrengina" um miðja síðustu öld, hefur aðstöðuleysið verið bagalegt hvað snertir nauðsynlega innviði íþróttanna.
Sannkallaður dragbítur.
Þetta kemur enn fram æ ofan í æ og þessi 70 ára gamla saga og sú afsökun, að við séum svogalangt frá öðrum þjóðum, fer að verða ansi þreytt.
Ekki er að sjá að nokkrum þeirra flokka, sem nú bjóða fram til þings, hafi hugkvæmst að setja það framarlega í loforðalistann að útrýma því ófremdarástandi sem ríkir allt upp í stærstu mannvirki.
Að minnsta kosti hefur þess ekki orðið vart svo að áberandi sé.
![]() |
Heimavöllurinn stenst ekki kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2021 | 08:47
Virkar slagorð Framsóknar? Og í hvora áttina?
Enn er tæpur hálfur mánuður til kosninga og í fullu gildi er að skoðanakannanir eru ekki það sama og kosningar.
Viðreisn og Framsókn virðast í vexti þessa dagana, og spurningin er hvort hið einfalda slagorð Framsóknar um að úrslitin ráðist á miðjunni sé að rætast.
En fari svo að Framsókn verði í sterkri stöðu út á þetta vaknar líka spurningin í hvora áttina sá flokkur muni halla sér í gamalkunnri stöðu allar götur síðan 1947.
Ef fylgið til vinstri verður líka sterkt mun það auka líkurnar á stjórnarmyndun til vinstri út frá miðjunni.
![]() |
Fylgi framboða komið á hreyfingu inn á miðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)