Fjarlægð frá öðrum löndum er engin afsökun fyrir aðstöðuleysi.

Frá upphafi íþróttaiðkunar og tilveru íslensks íþróttafólks á heimsmælikvarða á borð við frjálsíþróttamenn okkar; gulldrengina" um miðja síðustu öld, hefur aðstöðuleysið verið bagalegt hvað snertir nauðsynlega innviði íþróttanna. 

Sannkallaður dragbítur.

Þetta kemur enn fram æ ofan í æ og þessi 70 ára gamla saga og sú afsökun, að við séum svogalangt frá öðrum þjóðum, fer að verða ansi þreytt. 

Ekki er að sjá að nokkrum þeirra flokka, sem nú bjóða fram til þings, hafi hugkvæmst að setja það framarlega í loforðalistann að útrýma því ófremdarástandi sem ríkir allt upp í stærstu mannvirki. 

Að minnsta kosti hefur þess ekki orðið vart svo að áberandi sé.  


mbl.is Heimavöllurinn stenst ekki kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband