Virkar slagorð Framsóknar? Og í hvora áttina?

Enn er tæpur hálfur mánuður til kosninga og í fullu gildi er að skoðanakannanir eru ekki það sama og kosningar. 

Viðreisn og Framsókn virðast í vexti þessa dagana, og spurningin er hvort hið einfalda slagorð Framsóknar um að úrslitin ráðist á miðjunni sé að rætast. 

En fari svo að Framsókn verði í sterkri stöðu út á þetta vaknar líka spurningin í hvora áttina sá flokkur muni halla sér í gamalkunnri stöðu allar götur síðan 1947. 

Ef fylgið til vinstri verður líka sterkt mun það auka líkurnar á stjórnarmyndun til vinstri út frá miðjunni. 


mbl.is Fylgi framboða komið á hreyfingu inn á miðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flest bendir til þess að sá þingmannafjöldi sem Flokkur fólksins fær muni ráða úrslitum um hvort ríkisstjórnin stendur eða fellur. Sá flokkur er hvorki til hægri né vinstri og kannski mun Framsókn því hafa rétt fyrir sér að úrslitin ráðist á miðjunni (bara ekki með þau sem miðpunktinn).

Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2021 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband