Næg ástæða til orkuskipta þótt engin loftslagsvá væri.

Í allri umræðunni um loftslagsmál hafa andstæðingar orkuskipta forðast að minnast á ástæðu til þeirra, sem er fyllilega gild, en það er sú óumdeilanlega staðreynd að helstu orkugjafar mannkyns eru óendurnýjanlegir og munu óhjákvæmilega ganga til þurrðar. 

Íslendingar hafa raunar fyrr farið út í gagnger orkuskipti á einu sviði, en það er orka til húsahitunar. 

Á síðari hluta 20. aldar var farið út í dýr og umfangsmikil orkuskipti til húsahitunar um allt land. 

Furðulegt er að sjá og heyra, að sumir þeirra sem studdu þau fjárfreku orkuskipti, fara nú hamförum gegn frekari orkuskiptum og nota um þá, sem þeim fylgja orkuskiptunum núna niðrandi orð eins og "fjörtíu þúsund fífl." 

Þeir skulda í umræðunni útskýringar á því af hverju orkuskipti nú eru svona mikill fíflagangur, en orkuskiptin með hitaveitunum þjóðráð. 


mbl.is Grunar töluverða minnkun jökla þetta árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ólæknandi sjúkdómar" fyrri tíma. Ný lyf ljós í myrkri.

Tilvera mannkyns og allra lífvera er vörðuð baráttu þeirra við sjúkdóma af öllu tagi. Sumir hafa birst í farsóttum og drepsóttum eins og nýjasta dæmið ber vitni um. 

Sumir sjúkdómar virtust óviðráðanlegir og fylgdu jarðarbúum öldum og árþúsundum saman. 

Sem dæmi má nefna holdsveikina, sem greint er frá í Biblíunni og fleiri heimildum, en úr þeirri veiki dó Hallgrímur Pétursson, þekktasta trúarskáld Íslendinga. 

Hinn mikli barnadauði hjá flestum þjóðum allt fram undir okkar tíma var að miklu leyti vegna varnarleysis gagnvart sjúkdómum, sem hafa verið að mestu kveðnir í kútinn á síðustu tímum. 

Berklar og mænuveiki voru skæðir ógnvaldar, og berkladauðinn tók þúsundir af ungu og manvænlegu fólki, miklu fleiri en spænska veikin. Dæmi um það er söngvaskáldið góða, Jón frá Ljárskógum, sem lést úr berklum langt, langt um aldur fram, kornungur að aldri. 

Sigurinn yfir mænuveikinni var stór á miðri síðustu öld og sýklalyf hafa borið vitni um öflug læknavísindi, sem hafa gjörbreytt þjóðlífinu og standa undir stórbættum lífslíkum en einnig vandamálum vegna breyttrar aldurssamsetningar fólks. 

Alzheimersjúkdómurin hefur hingað til flokkast sem ólælknandi sjúkdómur og næsta lítil von verið um breytingu þar á. 

Ef nú hillir undir möguleika á lyfjum, sem geta breytt því að meira eða minna leyti er slíkt ekkert minna en stórfrétt á alla lund. 

Þótt varast verði óhóflega bjartsýni um jafn afgerandi og tiltölulega auðveldan sigur og yfir mænuveiki er þróun nýrra lyfja engu að síður ljós í því myrkri sem ríkt hefur fram að þessu. 


mbl.is Fagnar þróun alzheimerlyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband