28.9.2021 | 18:47
Framsókn hefur sterkari spil á hendi en áður.
Ef líkja má stjórnarmyndunarviðræðum við það að spila á spil, er ljós sú breyting frá því sem áður var, að Framsókn hefur það miklu sterkari spil en eftir kosningarnar 2017, að einungis vitneskjan um hin breyttu styrkleikahlutföll getur haft áhrif á samningsstöðuna.
Tveir til þrir nýir möguleikar hafa nú birst á myndun þriggja flokka stjórnar með Vg utan stjórnar.
Fyrir kosningar hafði Bjarni Benediktsson ýjað að því, að uppstokkun gæti orðið í ráðuneytaskiptingu stjórnarflokkanna, þannig að til dæmis heilbrigðismálin kæmust í hendur Sjalla.
Í framhaldi af því gæti það líka orðið vegna aukins styrks Framsóknar að sá flokkur fengi heilbrigðismálin í skiptum fyrir minna ráðuneyti.
Þegar Framsókn og Sjallar h0fðu verið við völd á árunum 1950 til 1953, var gerð rækileg uppstokkun í ráðuneytunum og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins varð forsætisráðherra í stað framsóknarmannsins Steingríms Steinþórssonar.
Fleiri ráðuneytum og mönnum var stokkað upp. Hluti af þessu ferli var raunar stirð samskipti formanna flokkanna allt frá 1942, og varð Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins utan hinnar nýju stjórnar.
![]() |
Velta fyrir sér hraðari orkuskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2021 | 10:47
Fordæmi bæði hér á landi og erlendis fyrir því að ógilda ekki kosningar.
Fordæmi eru fyrir því bæði hér á landi og erlendis, að enda þótt misfellur finnist í framkvæmd kosninga leiði það ekki til ógildingar úrslitanna.
Það gerðist í Þýskalandi þar sem stjórnlagadómstóll dæmdi yfirvöld til að að bæta úr ágöllum á framkvæmd fleiri en einna kosninga, og yrði úrbótframkvæmd innan ákveðins tíma, en úrslitin í kosningum skyldu þó standa, enda hefðu ágallarnir ekki haft áhrif á úrslit kosninganna og þar að auki engin leið að ógilda kosningar langt aftur í tímann.
Áberandi er mismunurinn á þessum úrskurði og úrskurði Hæstaréttar hér á landi í stjórnlagaþingkosningunum 2010, þar sem krossviður átti að vera í kjörkössum en ekki plast, og það þótt gallli að kjósendur gætu verið með sjónlínu á kjörseðla annarra kjósenda, en þó ekki séð nákvæmlega hvernig hin flókna atkvæði var greitt.
Þar á ofan var það talinn galli að hinir rúmlega 500 frambjóðendur gætu ekki haft fulltrúa til að fylgjast með talningu. Sem sagt: galli að geta ekki fylgst með þar en geta samt fylgst með á öðrum stað! Minnst var á það í umræðu í Kastljósi í gærkvöldi hvílíkur endemis fyrirbæri þessi úrskurður Hæstaréttar var.
Hér á landi hefur það einu sinni gerst að nokkrir tugir atkvæði voru greidd á röngu svæði við kjördæmamörk. Í ljós kom við útreikning að þessi atkvæði hefðu ekki, hvernig sem þau hefðu fallið, getað breytt heildarúrslitunum og var því kosningin látin standa, en bætt úr í næstu kosningum varðandi kjördmamörkin.
![]() |
Alþingi ógildir kosningu, ekki lögreglan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)