Í flestum fréttum af komandi leik Íslendinga við Ólympíumeistana í handbolta í dag var talað um að íslenska liðið "vantaði átta lykilmenn."
Í leiknum í dag var hreinlega hraunað yfir þetta hugtak, því að í lok leiks var hægt að fara að velta því fyrir sér, að þessir "varamenn" svokallaðir væru ekkert síður lykilmenn og hinir.
Og þegar að því kæmi að þessir "átta lykilmenn" mættu fara að leika aftur væri vafamál hvort þeir kæmust lengur í liðið!
Hvað um það, þá gæti það orðið lúxusvandamál að völina með einhverri kvöld, og stórmótin í flokkaíþróttum OL, HM og EM hafa sýnt, að það er ómetanlegt að eiga svo mikið mannval að hægt sé að luma á sem margbreytilegust viðbrögðum við mótherjunum í formi uppstillinga á liðinu og leikaðferðum þess.
Allir leikmenn Íslendinga á EM eru lykilmenn.
![]() |
Þessi frammistaða fer í sögubækurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2022 | 15:15
Hraðbrautir og stofnbrautir hjólreiðamanna.
Hjólreiða- og vélhjólamenning, sem löngu er orðin þróuð og árangursrík í öðrum löndum Evrópu, er enn ekki búin að slíta barnsskónum hér á landi.
Ein helsta gagnsemi góðs samgöngunets fyrir hjólreiðamenn felst í því, að hún skilar sér til ökmanna einkabíla í því formi, að maður, sem leysir samgöngumál sín á hjóli, losar í raun um rými sem annars hefði verið notað á einkabíl í eigu viðkomandi hjólreiðamanns.
Vegna þess hve hjólreiðar og notkun léttbifhjóla er nýtilkomin hér á landi vantar eðilega stórlega upp á að hjólaleiðanetið sé nógu skilvirkt.
Eftir sjö ár í hópi hjólreiða- og rafhjólamanna á leiðum um borgarlandið er niðurstaðan í grófum dráttum sú, að meðalhraði frá upphafspunkti hverrar leiðar til endapunkts er um 17 km/klst.
Hámarkshraði reiðhjólanna er hins vegar 25 km/klst og ef hann væri mögulegur sem meðalhraði myndi þriðjungur ferðartímans sparast. Þess vegna skilar það miklu, ef reynt verður að bæta hjólastígakerfið, sem er enn afar frumstætt víðast hvar. Fyrirhugaðar framkvæmdir lofa góðu. Myndin er tekin af rafreiðhjólinu Náttfara á ferð um Elliðaárdal, þar sem mikið stendur til.
Stígurinn um Geirsnef var tímamótaframkvæmd á sínum tíma; styttir leið hjólamanna um 600 metra yfir Elliðavoginn og býður upp á 25 km/klst hraða.
Stígurinn er 2,5 metra breiður, en á Akureyri hefur verið rætt um að 3,0 metrar séu heppilegri.
Langflestar ferðirnar mínar liggja austan frá Spöng í Grafarvogshverfi og vestur í Skeifu eða öllu lengra en það, alls 20 kílómetrar, 10 kílómetrar hvor leið fram og til baka, 35 mínútur.
Það er um 15 mínútum lengri tími en á bíl, sem ekki lendir í neinni umferðarteppu og kemst tafarlaust í bílastæði.
5 mínútur lengri tíma tekur undirbúningur í upphafi ferðar, en ef farið er á bíl.
Fljótlega eftur að hjólanotkunin hófst 2015, kom í ljós ákveðið gat á milli hjólanotkunar og notkunar bíls, sem fólst í því að leysa þau mál að fara lengri leiðir og nota styttri tíma.
Lausn á því fannst 2020 með uppgötvun frábærs fararmáta, sem er rafknúið léttbifhjól með útskiptanlegum rafhlöðum, sem er jafnfljótt og jafnvel fljótara en bíll á öllum leiðum innanborgar.
Hjólið kostaði með farangurskassa 300 þúsud krónur, eyðir aðeins 60 krónum í orkukostnað á hverja 100 kílómetra og nær 60 km/hraða. Er því bæði skráningar- og tryggingarskylt.
![]() |
Fjórar nýjar brýr í Elliðaárdal og 6 km af stígum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2022 | 08:20
Fyrsti ótvíræði sigur veirunnar?
Ef stórþjóðin Þýskaland er nú á leið út úr keppninni um efstu sætin á EM mun umræðan um eyðileggingarmátt kórónuveikifaraldursins fá byr í seglin.
Og hvernig, sem á slíkt er litið, er það alveg grábölvað.
Þetta er jú EM í handbolta, ekki í sóttvörnum.
![]() |
Erfið staða Þýskalands eftir tap gegn Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)