"Gul viðvörun". Samt er veðurlagið að jafnaði betra en margir halda.

Ein af mótbárunum við því að nota reiðhjól eða léttbifhjól í umferðinni er sú, að hinar "séríslensku aðstæður í veðurfari komi í veg fyrir það. Náttfari í Elliðaárdal

Viðvaranir ýta undir þessa trú, en ef litið er yfir allt árið, er þetta fjarri veruleikanum, nema kannski í janúar og febrúar. 

Þegar síðuhafi var unglingur héldu honum lítt bönd í því að nota reiðhjól í næstum hvaða veðri sem var.  

Öðru máli gegnir auðvitað um fólk, sem komið er af léttasta skeiði, en eftir sjö ára reynslu af notkun rafreiðhjóls, léttbifhjóls og rafknúins léttbifhjólsins sýnist það vera nokkuð öruggt viðmið að vera ekki á ferli í meiri vindi en sem nemur 20 m /sek í hviðum. 

Auðvelt er að klæða sig þannig, að verða ekki blautur né verða kalt. 

Köldustu ferðirnar hafa verið á léttbifhjólinu yfir Hellisheiði í allt að sjö stiga frosti og úr úrvali að velja vatsheldan fatnað.  

Sveigjanleika má fá með því að vera alltaf með nægan skjölfatnað til vara í farangurskössum eða hjólatöskum.   

Góður, lokaður hjálmur þolir nánast hvaða veður sem er, og með því að setja íslenska ullarvetninga yfir góða hanska er höndunum borgið.  

Í fyrra bar svo við að það var alveg einstaklega gott veður mánuðum saman allt frá apríl fram á haust. 

Og í dag var einn af þessum mörgu góðu dögum, sem koma allan veturinn til þess að skapa hressingu og ánægju á rafreiðhjólinu Náttfara. 


mbl.is Enn ein veðurviðvörunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt stórmótið þar sem mannfæðin háir Íslendingum.

EM 2022 er enn eitt stórmótið, þar sem mannfæðin háir íslenska liðinu þegar líður á mótið. 

Í sumum fyrri mótanna þurfti að keyra svo mikið á bestu mönnunum, að þeir gátu ekki annað en byrjað að þreytast. Var Guðmundur Guðmundsson til dæmis gagnrýndur fyrir þetta, en honum var vorkunn; stórþjóðir eins og Þjóðverjar og Frakkar voru með þvílíkt mannval, að allir voru alltaf lykilmenn. 

Nú bregður svo við í þessu móti að þessi gamli draugur ber enn að dyrum, en nú á þann hátt að salla niður of marga lykilmenn í farsótt til þess að hægt sé að viðhalda ferskleika liðsins allar 60 mínúturnar. 

Það gerðist smám saman í síðari hálfleik, og líktist því fyrirbæri í 400 og metra hlaupum, þegar síðasta beygjan er erfiðasti kaflinn. 

Siðuhafi man eftir einu slíku atviki í landskeppni hjá íslenska liðinu, þegar einn íslenski hlauparinn virtist við það að hníga niður í lok síðustu beygjunnar. 

En þá gerðist hið ótrúlega að hann snarlifnaði við og tók þennan litla rosasprett í markið. 

Þetta var fyrirbæri sem kennt er við adreanalín.  Viðsnúningskaflarnir tveir hjá íslenska liðinu í dag var dálítið í ætt við þetta.   

Nú segja menn, að sumir "varamenn" sem Guðmundur hefur notað síðustu daga hafi reynst vera fyllilega jafnokar "lykilmannanna" sem voru smitaðir. 

En það breytir ekki aðalatriðinu, að þurfa ekki að keyra leik eftir leik á sömu fáu mönnunum heldur að hafa á að skipa leikmönnum í hæsta klassa, sem verða samt að fá nauðsynlega hvíld. 


mbl.is Grátlegt tap gegn Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Króatar eru sýnd veiði en ekki gefin.

Það er heilmikil sálfræði í gangi á EM eins og títt er á stórmótum. Sumir benda á að Króatar hafi engu að tapa í leiknum í dag, en það getur hins vegar haft áhrif í báðar áttir. 

Annars vegar að verða hinn versti viðskiptis við að vera kominn út í horn. Það er að vísu ekki góð staða, en getur hins vegar litið þannig út hjá hinum afkróaða að leiðin sé aðeins ein og afar einföld: Beint út úr horninu.  

Allir fyrri leikir Íslendinga og Króata skipta líkast til engu máli í dag; það verður bara að ganga hreint til verks og taka það föstum tökum af einbeitni og þeirri samheldni og leikgleði, sem íslenska liðið hefur sýnt fram að þessu á þessu eftirminnilega EM. 


mbl.is Sigur sem breytti öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband