26.1.2022 | 21:14
Gamalt stef: Það liðið sem þráði sigurinn heitar, vann.
Á síðustu minútum leiks Dana og Frakka í kvöld réði gamalkunnugt fyrirbrigði úrslitum, sem oft hefur sést í úrslitaleikjum þar sem aðalbaráttan er háð í blálokin og bæði liðin búin að keyra sig út: Það liðið, sem þráði sigurinn heitar, vann. Nefna má mörg dæmi um þetta úr íslenskri íþróttasögu og enn einu sinni gerðist þetta í kvöld.
Þótt við værum ekki að horfa á okkar menn inni á vellinum, var leikurinn jafn mikið spennandi fyrir okkur og Frakka, því að á töflunni var Ísland inni-úti-inni-úti á víxl.
Ekki er neitt við danska liðið að sakast. Það lék hraðan leik bæði í sókn og vörn eins lengi og það var hægt og keyrði sig út með þeim afleiðingum að það voru tæknifeilar og tapaðir boltar sem felldi það.
Eftir stendur að það eru síðustu mínútur leiks okkar við Svartfjallaland sem réðu úrslitum, og við áttum okkar stóra séns.
Fimmta eða sjötta sæti á EM er fín niðurstaða og þar að auki afar góður árangur þegar á það er litið að ekkert lið á EM lenti í öðrum eins missi manna vegna heimsfaraldursins og við.
![]() |
Grátleg niðurstaða fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2022 | 13:21
Kannski sá Íslendingur, sem komist hefur næst því að vinna leiki einn.
Fyrirsögnin hér að ofan var að vísu um leikmann í sjö manna liði, sem lék að jafnaði gegn öðru sjö manna liði, en vísar samt til þess, að í glæstustu sigrum hans á handboltavellinum snerist allur leikur liðs hans um hann, hann var leikstjórnandinn og hægt var að treysta því, að ef á þyrfti að halda í leik og staðan erfið og tvísýn, gat hann þess utan tekið það að sér upp á eigin spýtur að skora mörkin, sem vantaði upp á.
Sem þýddi, að ef hann var ekki inni á vellinum, gat það eitt leitt til taps.
Einhver magnaðasti handboltaleikur, sem Íslendingur hefur spilað, var í úrslitaleik í Evrópukeppni sem félagslið hans Madgeburg lék.
Yfirburða geta Ólafs Stefánssonar á öllum sviðum handboltans réði úrslitum um það að liðið varð Evrópumeistari. Hann gat skorað mörk á svo fjölbreytilegan hátt og leikið svo glæsilega á mótherjana, að þótt reynt væri að setja hann í sérstaka gæslu og "setja á hann yfirfrakka" var það eins og að stökkva vatni á gæs.
Hvort sem hann var í sérstakri gæslu eða ekki snerist allur leikurinn í kringum hann í svo miklum mæli, að maður spurði sjálfan sig: Drottinn minn dýri, hvað gerist ef hann meiðist svo að hann geti ekki spilað?
Til þess kom ekki í þessum leik, en liðið virtist ráða yfir leikaðferðum, sem gengu jafnvel upp þótt gæslumenn Ólafs hefðu sig alla við að taka hann úr umferð.
![]() |
Telur Ólaf fimmta besta handboltamann sögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á upphafsárum handboltans hér á landi var margt öðru vísi en siðar varð og spilið var mun hægara. Norðurlandaþjóðirnar Svíar og Danir voru brautryðjendur á alþjóðavísu, en Þýskaland og Ungverjaland að koma sterkt inn.
Það var stór frétt þegar Íslendingar unnu silfurlið Svía á einu stórmótinu fyrir um 60 árum og og náðu best 6. sæti á þeim árum.
Á þessum þróunar- og útbreiðsluárum handboltans voru rómönsku þjóðirnar ekki farnar að láta til sín taka, og það var næstum hlegið að því þegar fréttist af því að Spánverjar gætu teflt fram landsliði.
En norrænu þjóðirnar komu heldur betur niður á jörðina þegar þeir fóru að vinna sigra, og þegar Egyptar dirfðust að blanda sér í leikinn.
Útbreiðsluþróun hefur verið í gangi alla tíð síðan með tilkomu nýrra og nýrra öflugra landsliða, eins og heyra má á máli Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara.
![]() |
Guðmundur lifir í núinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)