Suður-Kóreumenn koma sterkir inn.

Síðan Japanir og Vestur-Þjóðverjar risu úr öskustó eftir Seinni heimsstyrjöldina og fengu síðar aðstoð frá Kínverjum til þess að hrinda Bandaríkjamönnum af stalli sínum sem yfirburðaframleiðenda bíla, hafa fleiri Asíuþjóðir, svo sem Suður-Kóreumenn, Tævanir og Singapúrbúar látið til sín taka á þeim vettvangi og almennt á vettvangi efnahagsmála. 

Gengi Kia hér á landi sætir tíðindum, en síðan má ekki gleyma hinum stóra bílaframleiðandanum í Suður-Kóreu, Hyondai. 

Þeir hjá Hyondai hafa við lagnir við þá aðferð síðan þeir ruddu brautina þar í landi, að eiga gjöfula samvinnu við keppinauta, og báru fyrstu bílarnir hjá Hyondai svo mikinn svip af japönskum bílum, að það gat verið ansi neyðarlegt. 

En undraskammur tími leið þar til lærisveinninn fór fram úr meistaranum í þessu efni. 

Hyondai og Kia hafa haft samvinnu um framleiðslu smábíla eins og Kia Picanto og Hyondai i10, sem eru í grunninn sami bíllinn.

Suður-Kóresku bílarisarnir hafa lagt mikla áherslu á gott gengi í rafbílaframleiðslu og er nýjasti Kia rafbíllinn gott dæmi um það. 

Svipað er að segja um Hyondai, en auk venjulegra rafbíla, hefur bæði verið um framleiðslu rafbíla og vetnisbíla að ræða.  

Íbúar Suður-Kóreumenn eru aðeins 50 milljónir, en Japanir 130 milljónir, svo að árangur Suður-Kóreumanna er athyglusverður.  


mbl.is Kia tekur forystu á fólksbílamarkaði í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert eldgos í aðsigi á Hellisheiði í froststillum.

Þegar kaldast er og stilltast veður við Hellisheiðarvirkjun sést oft vel frá Reykjavík hvernig miklir gufumekkir stíga upp frá virkjunarmannvirkjununum. 

Þetta er þó ekki furða þegar þess er gætt að meira en 80 prósent hinnar svonefndu "endurnýjanlegu" orku stígur óbeisluð út í loftið. 

Þegar flogið var í rúman sólarhring með öskumæli í lítilli flugvél yfir Faxaflóasvæðinu í Grímsvatnagosinu sumarið 2011 til þess að sanna fyrir tölvumælingamönnum í London að loftið yfir Faxaflóa væri ómettað og hreint, sýndi mælirinn í íslensku flugvélinni örlítið hopp þegar flogið var í þúsund feta hæð í gegnum gufustrókinn upp úr virkjuninni með "hreinu" orkunni.  

Gufur leggur víða upp úr ósnortnum jarðvarmasvæðum á Íslandi, svo sem við Hrafntinnusker. 

Rakt og heitt hveraloftið mettast meira eftir því sem loftkuldinn er meiri.   

 

 

 


mbl.is Reykur stígur upp af hrauninu í Nátthaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband