7.1.2022 | 19:31
Fjölbreyttar nýjungar á rafbílasviði. Hvað er t.d."Invicta"?
Heilmikil hreyfing er á bílamarkaðnum hér á landi um þessi áramót og birtast þær meðal annars í dagblöðum í formi mikilla auglýsinga.
BL sendir til dæmis frá sér fjórblöðung með Fréttablaðinu þar sem fyrirsögnin er "mesta rafbílaúrval landsins" og nefndir ellefu bílaframleiðendur neðst á forsíðunni.
Þar eru meðal annars nöfn stórframleiðenda á borð við BMW, Hyundai, Renault, Nissan og Subaru.
En lengst til hægri neðst í horni forsíðunnar er heitið "Invicta" sem ekki hefur áður birst á þennan hátt.
En hvað er "Invicta"? Jú, þar er andsvar við gagnrýni, sem fram kom í kosningaumræðum í haust varðandni það að "litli maðurinn", tekjulægsta fólkið, hefði ekki peninga til að kaupa rafbíl.
Invicta er gamalt enskt eðalmerki, en nú er rafbíll með þessu nafni smíðaður í bænum San Sebastian við norðurströnd Spánar og er, eins og er, ódýrasti og minnsti bíllinn á íslenska bílamarkaðnum, kostar 2,4 milljónir, tveggja sæta og með ágætt farangurspláss.
Hann nær rúmlega 80 km/klst hraða og í mælingu síðuhafa, sem greint var frá hér á síðunni síðasta haust, var drægnin 115 kílómetrar, sem er álíka og var á fyrstu kynslóð Nissan Leaf á sínum tíma.
Rafhlaðan, 17 kwst, er nefnilega sú langstærsta í nokkrum bíl í þessum flokki, sem ber heitið L7e og nokkrir rafbílar eins og Ami / Opel rocks-e, Renault Twisy og Tazzari Zero eru í samkvæmt alþjóðaskilgreiningu.
Aðalkosturinn við það að flytja svona ódýran rafbíl til landsins er ekki aðeins hið háa verð, sem óekinn bíll kostar, heldur ekki síður, að þegar svona bílar eru orðnir nokkurra ára gamlir, verða þeir að sjálfsögðu miklu ódýrari.
Á vegum þessarar bloggsíðu hefur verið ekið sem einkabíl tveggja sæta rafbíl í rúmlega fjögur ár af gerðinni Tazzari Zero, alls um 12 þúsund kílómetra og ljóst er, að erlendis er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær svona smáir rafbílar muni ryðja sér til rúms í sívaxandi umferð.
Auk Invicta rafbíla hafa þeir hjá BL á boðstólum rafknúin léttbifhjól af mismunandi stærðum og gerðum.
![]() |
Bíllinn á lager en verð hækkar um áramótin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2022 | 10:12
Endurvekja mætti bækurnar "Kappar" sem kom út fyrir sjötíu árum
Í kringum 1950 voru gefnar út tvær bækur, sem á þeim tíma voru ætlaðar unglingum og reyndust góð undirstaða fyrir þá hvað snerti þekkingu og áhuga á Íslendingasögunum.
Textinn var með nútíma stafsetningu og aðlagaður lítillega að nútíma talmáli og valdar voru stuttar sögur og af meðallengd og styttar hæfilega.
Ein eftirminnilegasta sagan var Laxdæla, enda er viðfangsefni hennar klassískt og episkt og höfðar til allra kynslóða.
Þarna voru Grettis saga, Harðar saga og Hólmverja, saga Orms hins sterka, sagan af Hrafni og Gunnlaugi ormstungu og eitthvað fleira.
Halldór Pétursson, besti skopmyndateiknari þessa tíma, naut sín við að teikna flottar myndir úr efni sagnanna.
Fyllilega væri athugandi að gefa þessar bækur út að nýju og bæta nýjum við.
![]() |
Opnar nýjan glugga að Íslendingasögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)