Endurvekja mætti bækurnar "Kappar" sem kom út fyrir sjötíu árum

Í kringum 1950 voru gefnar út tvær bækur, sem á þeim tíma voru ætlaðar unglingum og reyndust góð undirstaða fyrir þá hvað snerti þekkingu og áhuga á Íslendingasögunum. 

Textinn var með nútíma stafsetningu og aðlagaður lítillega að nútíma talmáli og valdar voru stuttar sögur og af meðallengd og styttar hæfilega. 

Ein eftirminnilegasta sagan var Laxdæla, enda er viðfangsefni hennar klassískt og episkt og höfðar til allra kynslóða.  

Þarna voru Grettis saga, Harðar saga og Hólmverja, saga Orms hins sterka, sagan af Hrafni og Gunnlaugi ormstungu og eitthvað fleira. 

Halldór Pétursson, besti skopmyndateiknari þessa tíma, naut sín við að teikna flottar myndir úr efni sagnanna. 

Fyllilega væri athugandi að gefa þessar bækur út að nýju og bæta nýjum við.  


mbl.is Opnar nýjan glugga að Íslendingasögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband