Þrennar kosningar voru haldnar á hernumdu Íslandi 1942 og 1944.

Það hefur verið mikið rætt um hinar eistæðu kosningar í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að stórum hluta á valdi Rússa, og þær sagðar óvenjulegastar fyrir þá sök að vera haldnar undir byssukjöftum innrásarliðs. 

Og víst er um það að engar kosningar fóru fram í Víetnam þegar stríðið þar stóð sem hæst né heldur í Kóreu. 

Hins vegar er það staðreynd að þegar tvennar Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi 1942 og þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun 1944 stóð Seinni heimsstyrjöldin sem hæst og um 50 þúsund hermenn Bandaríkjamanna og Breta réðu yfir landinu og háðu grimmilegt stríð á höfunum við landið. 

En þar endar samsvörunin við hernám Rússa í Úkraníu. Engin hernaðarátök fóru fram á Íslandi á stríðsárunum, en Þjóðverjar gerðu tvær loftárásir með einni flugvél í hvort sinn og ein þýsk flugvél var skotin niður. 

En á hafinu geysuðu einhver mannskæðustu átök styrjaldarinnar og var orrustan mikla þar sem flaggskipum Breta og Þjóðverja var sökkt þeirra mest, en kafbátahernaðurinn og árásirnar á skipalestir kostuðu hundruð þúsunda mannslífi. 

Í kosnningunum tvennum 1942 var ekki að finna vott af neinum tilraunum hersins til að hafa áhrif, en í lýðvaldiskosningunum 1944 kom Bandaríkjaforseti því áleiðis til íslenskra ráðamanna, að flýta sér ekki of mikð í því máli. 

Ljóst mátt vera að í því máli, þótt leynt færi, að stofnun lýðveldisins yrði að vera með þöglu samþykki Bandamanna. 

Þrátt fyrir að tæknilega megi segja að í afmörkuðum atriðum sé að finna einhverja samsvörun með kosningum hér á landi á stríðsúrunum og kosningunum í Úkraínu nú, eru himin og haf á milli "rússnesku" kosninganna og hinna íslensku þegar allt er vegið saman. 


mbl.is Segir þriðju heimstyrjöldina löngu hafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband