Athyglisverð tilgáta varðandi eyðingu lífs á mars.

Í fréttum í gær mátti heyra athyglisverða tilgátu vísindamanna, sem rannsaka möguleika á því að líf hafi verið á mars. 

Hún snerist um þann möguleika, að á mars hafi á tímabili verið öflugt lífkerfi örvera, sem áttu svo góðum skilyrðum að fagna á því tímaskeiði, að um offjölgun var að ræða sem spillti veikburða lofthjúpi reikistjöðrnunnar og raskaði hitanum í honum. 

Vangaveltur um þann möguleika að offjölgun og ofneysla mannkynsinsl geti haft dýrkeupt áhrif á lofthjúp jarðar koma óneitanlega upp í hugann við að heyra þessar marsfréttir. 

 


mbl.is Brotlenti á smástirninu á gífurlegum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Áratugir pennastriksins" datt út í gær. Hortitturinn "bílvelta varð" er ódrepandi.

Fyrst smá ábending um handvömm í gær varðandi bloggpistilinn "aratugir "pennastriksins", þar sem láðist að birta hann þá. 

En hann birtist nú í slagtogi við annan pistil sem birtist í gær. 

Sumir hortittir í málfari virðist með engu móti vera hægt að kveða niður, heldur lifa þeir og dafna endalaust. 

Jónas heitinn Kristjánsson heitinn ritsjóri setti skýrt, einfalt og knappt orðalag sem eitt af höfuð skyldum blaðamanna. 

Bíll valt við Þingvallaveg en í viðtengdri frétt á mbl.is blasir enn við hortitturinn "bílvelta varð." 

Þarna er að sjá eitt af óteljandi dæmum um langlokur og málalengingar, sem eru andstæðan við skýrt og stuttort orðaval. 

"Bílvelta varð" er fjögur atkvæði...

í stað þess að segja einfaldlega... 

"Bill valt", sem er tvö atkvæði.  


mbl.is Bílvelta við Þingvallaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband