"Áratugir pennastriksins" datt út í gær. Hortitturinn "bílvelta varð" er ódrepandi.

Fyrst smá ábending um handvömm í gær varðandi bloggpistilinn "aratugir "pennastriksins", þar sem láðist að birta hann þá. 

En hann birtist nú í slagtogi við annan pistil sem birtist í gær. 

Sumir hortittir í málfari virðist með engu móti vera hægt að kveða niður, heldur lifa þeir og dafna endalaust. 

Jónas heitinn Kristjánsson heitinn ritsjóri setti skýrt, einfalt og knappt orðalag sem eitt af höfuð skyldum blaðamanna. 

Bíll valt við Þingvallaveg en í viðtengdri frétt á mbl.is blasir enn við hortitturinn "bílvelta varð." 

Þarna er að sjá eitt af óteljandi dæmum um langlokur og málalengingar, sem eru andstæðan við skýrt og stuttort orðaval. 

"Bílvelta varð" er fjögur atkvæði...

í stað þess að segja einfaldlega... 

"Bill valt", sem er tvö atkvæði.  


mbl.is Bílvelta við Þingvallaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband