"Er þetta ekki rétt lisið?"

Ef miðað er við lestrarprófin, sem viðhöfð voru í yngstu bekkjum grunnskólans á árunum í kringum 1950, er ekki að sjá að aðferðirnar hafi skánað mikið síðan. 

Í átta, níu og tíu ára bekk notaði kennarinn þá óvenjulegu aðferð að halda reglulega lestrarpróf og raða nemendum síðan í bekkinn eftir einkununum!  

Bekkjum árgangsins var raðað eftir einkunum í bekki, sem fengu heiti fyrstu stafanna í stafrófinu, A, B, C.. og var A bekkurinn með "bestu" nemendurna.

Í Á-bekknum leiddi þessi aðferð til þess, að sá nemandi, sem fékk lægstu einkunina, sat aftast til hægri, séð aftan frá, og þótti ekkert athugavert við það að það sæti væri kallað tossasætið! 

Síðan gerðist það iðulega eftir próf, að þessi tossi bekksins var færður niður í B-bekkinn, og í hans stað kom nemandi úr B-bekknum í sæti hans!

Fróðlegt væri, ef einhver góður fræðimaður með góða þekkingu á kennslusálfræði gerði könnun á þeim kennsluaðferðum, sem beitt hefur verið í skólakerfinu síðustu 80 ár og fylgdi því úttekt á gildi sætisbreytingaraðferðarinnar sem lýst var hér að ofan. 

Fleira var skrýtið við einkunnagjöfina. 

Fyrirfram var það eitt vitað, þegar gengið var til prófs, að einkunnaskalinn í prófum skólands var byggt á einkunum frá 0 upp í 10. Sá skali var almennt notaður í öllum námsgreinum skólans 

Einnig var vitað, að próftextinn væri miðaður við það, að aðeins bestu lesararnir gæti lesið hann á 2 mínútum, en að venjulega kæmist enginn nemandi svo langt. 

Mikil dramatík bærðist í hjarta síðuhafa í fyrsta prófinu þrungin spennu og óvissu. 

Ánægjan var mikil að komast alveg klakklaust í gegnum textann á sléttum tveimur mínútum, en þeim mun meiri urðu vonbrigðin þegar niðurstaðan var fengin: Aðeins 7,6!

Engin skýring var gefin og vonbrigðin voru sár hjá litla músarhjartanu.

í næstu lestrarprófum var ekki hægt að lesa neina framför úr einkununum en síðar fóru þær hægt skánandi. 

Það var ekki fyrr en löngu síðar sem skýringin fékkst. Hún var sú, að vegna þess að það væri ómögulegt fyrir sjð ára barn að fá 10 í lestrareinkunn, var notaður skalinn 0-8 í yngstu bekkjunum!

Öll þessi framkvæmd á kennslu sýnist vekja margar spurningar á okkar tímum.

Og vissulega var þarna að hluta til útfærsla á hraðaprófunum.  

Á þessum árum var talsvert gert í því að útrýma þeirri mállýsku, einkum á Austfjörðum, sem nefndist flámælska og birtist í því að nota aðra sérhljóða í stórum hlutum orðaforðans. 

Langt fram eftir síðustu öld eimdi enn eftir þessu tali. 

Ein kostuleg saga gerðist til dæmis hjá fundarstjóra hjá ASÍ á einu ársþingi þess. 

Fundarstjórinn, þrautreyndur félagsmálamaður, þurfti að bera upp tillögu frá einni af nefndum þingsins og ákvað að gera það fyrir hönd nefndarinnar með þessum orðum:

"Ég ber þá þessa tillugu upp fyrir hund nefndarinnar." 

Þegar allsherjar hlátur gall við í salnum, spurði forviða fundarstjórinn:

"Hva, er þetta ekki rétt lisið?"

 

 


mbl.is Ilmur reif blaðið frá skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðin um uxa, þræl, ambátt og konu náungans voru börn síns tíma.

Forneskjuleg er upptalningin í síðustu línum boðorðanna tíu og ber að skoða þau sem slík.

En svokallaðir bókstafstrúarmenn í bæði kristni og múslimatrú eru gjarnir á að hengja málflutning sinn á bókstaf, sem einfaldlega á í ljósi nýrra tíma ekki að taka bókstaflega. 

Sá ofgafulli málflutningur hefur komist á það stig sem ól af sér mörg verstu hryðjuverk okkar tíma. 


mbl.is Boðorðin eru sígild og alltaf í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband