Gott að hafa skilgreiningu á rafbílum á hreinu.

Sú árátta undanfarin ár að skilgreina 100 prósent rafbíla, tengiltvinnbíla og hybrid bíla sem rafbíla í tölum um sölutölur hefur valdið margvíslegum misskilningi, bjagað mat margra á þessum þremur mismunandi flokkum og jafnvel valdið vandræðum.

Mörg dæmi eru um eigendur nýrra hybrid bíla, sem trúðu því að "bíllinn býr til sitt rafmagn sjálfur og notar sama rafmagnið aftur og aftur", og enduðu með því að það drapst alveg á nýja fína bílnum. 

Og það var ein elsta bilun í heimi: bensínlaus. 

Setningin "hann notar sama rafmagnið aftur og aftur" var útskýrð þannig, að eftir að bíllinn hefði ekið upp brekku og eytt til þess rafafli, notaði hann endurvinnslu rafaflsins á leiðinni niður brekku á eftir til að safna hinni eyddu orku saman. Og sú orka sem hann notaði í að fara af stað endurheimtist þegar dregið væri úr hraða og staðnæmst. 

Yfirgnæfandi meirihluti af mótstöðunni, sem vélin þarf að yfirvinna í akstri bílsins er fólgin í loftmótstöðu, en næst á eftir kemur viðnámsmótstaða við veginn, sem ekinn er. 

Þetta, að sama rafmagnið sé notað aftur og aftur er aðeins hluti af hinu rétta, sem er það að að meðaltali endurvinnast aðeins 8 prósent af notaðri orku með endurheimtingarbúnaði bílanna. 

Og loftmótstaða og viðnámsmótstaða endurvinnst alls ekki. 

Líka er vitað um marga eigendur tengiltvinnbíla, sem vegna samsetningar aksturs þeirra í þéttbýli og dreifbýli hafa lent í því að þurfa að kaupa svo mikið bensín í akstrinum, að ávinningurinn af möguleikanum til aksturs fyrir rafmagni varð lítill sem enginn. 

Ástæðan er sú, að rafhlöður tengiltvinnbílanna eru yfirleitt mjög litlar vegna þess, að allur vélbúðanur bílsins er þungur af því hann er tvöfaldur, bensíndriflína og rafdriflína. Drægnin á rafaflinu einu er því afar takmörkuð í praxis, örfáir tugir kílómetra hjá mjög mörgum.

Örfáir tengiltvinnbílar hafa tæplega 19 kílóvattstunda rafhlöður svo sem Toyota RAV 4 og Suzuki Across systurbíll hans, en flestir hafa tengiltvinnbílarnir mun minni rafhlöður.  


mbl.is Rafbílar vinsælastir það sem af er ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband