Deyjandi Kvos þarf lífgunarinnspýtingu.

Ljósmyndir af mannlífinu í hinum gamla miðbæ Reykjavíkur sega sína sögu um það iðandi mannlíf sem þar var og fólst bæði í umferð gangandi fólks á gangstéttunum og bíla á rúntinum, sem kallaður var. 

Nú er þarna alltof oft varla hræða á ferli og af sem áður var. 

Kannski þarf að skoða ástanda mála í norðlægum borgum til að fá nytsamlegan samanburð. 

Á þessari bloggsíðu hefur oft verið minnst á ítarlega úttekt samtak norrænna borga, sem gerð var fyrir tuttugu árum og komst aldrei í umræðu á vettvangi borgarinnar hér. 

Úttektin var á 16 borgum, og voru sjö þeirra mun stærri en Reykjavík, en níu af álíkri stærð og Reykjavík. 

Áberandi var hvað meðalstóru borgirniar voru líkar að flestri gerð en ólíkar þeim stærri og eldri og einnig var hitt, að af hálfu Íslendinga hefur alla tíð verið hamrað á því að Reykjavík sé viðundur, af því að hún sé miklu dreifbýlli en sambærilegar borgir. 

Samkvæmt borgaskýrslunni 1999 er þetta alrangt, og ætti það ekki að vekja undrun að sambærilegar aðstæður í veðurfari og menningu geri borgarlífið og samsetningu borga í svipuðum norrænum borgum býsna líkt en hins vegar ólíkt því sem er í gamalgrónum stórborgum. 


mbl.is Hugmynd að breyttu skipulagi Kvosarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Svo langt frá heimsins vígaslóð..."?

Enda þótt hlutleysisviðleitni þjóða hefði beðið mikinn hnekki í Heimsstyrjöldunum tveimur ríkti bjartsýni um gengi og stöðu Íslands við lýðveldisstofnunina 1944. 

Það skein í gegn í hátíðarljóði Huldu við hið íðilfagra lag Emis Thoroddsen, svo sem línurnar um þjóð "unir farsæl, fróð og frjáls við ysta haf" "svo langt frá heimsins vígaslóð."

Nýjasta styrjöldin í Úkraínu hefur nú fært með sér nýja stríðsógn, sem felst í eyðileggingu á þeim nauðsynlegu innviðum nútímaþjóðfélagsins, sem orku- og fjarskipta innviðir á borð við sæstrengi fela í sér. 

Þetta er alveg ný en þó fyrirsjáanleg ógn, sem Þjóðaröryggisráð okkar þarf að taka föstum tökum í samvinnu við þær þjóðir, sem við fórum í samvinnu við eftir Seinni heimsstyrjöldina eftir að hafa brennt okkur á því, hvernig hlutleysisstefna ein getur reynst gloppótt. 

"Hið ysta haf" er orðið að innhafi sæstrengjanna og "heimsins vígaslóð" hefur gert sig heimakomna í jafn innhöfum sem úthöfum.  


mbl.is Fjarskiptainnviðir á hafsbotni berskjaldaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband