"Við lifum ekki lífið af, - er það, - eða hvað?"

"Þökkum það, sem guð oss gaf, 

við gleði´og sorg

og söng og skraf. 

Við lifum ekki lífið af, 

er það?

Eða hvað?

 

Einhvern veginn svona hefst ljóð sem ber heitið "Vangaveltur í óendanleikanum" og fjallar um lífið og tilveruna.

Strax í upphafi ljóðsins er tæpt á því einfalda atriði, sem mætti orða á þann veg, að ekkert eitt atriði í tilveru fólks sé eins lífshættulegt og það að fæðast. 

Dauðinn er það eina sem er fullkomlega víst fyrirbæri hjá hverri lifandi veru, líka hjá konungbornu fólki eins og Elísabetu annarri Bretadrottningu. 

Í allri umfjöllun um hverja lifandi manneskju eru það tvær viðmiðunarpunktar sem marka hana, fæðingin og dauðinn, og setja mörkin fyrir lífshlaup eða ævi viðkomandi mannveru,

Það að elli hafi orðið 96 ára gamalli mannveru að aldurtila þykir frétt, en er það kannski ekki í raun og veru, heldur óhjákvæmilegur fylgifiskur samspils lífs og dauða. 

 


mbl.is Upplýst um dánarorsök drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband