"Veit einhver hvar flugvöllurinn er?" Er einhver með skrúfjárn og ljós?"

Ofangreindar spurningar eru tvær af mörgum, sem hrokkið hafa af vörum flugstjóra hér á landi. 

Sú fyrri hrökk af vörum flugmanns, sem var að fljúga með skemmtikrafta frá Reykjavík til Grundarfjarðar og var á hraðri ferð framhjá firðinum til vesturs. Síðuhafi tók þar með að sér að leiðbeina honum til baka á réttan stað. 

Hitt atvikið gerðist á Reykjavíurflugvelli þar sem farþegar í tíu sæta vél voru búnir að híma drjúga stund í myrkvaðri flugvél, sem ætlunin var að fljúga til Vestmannaeyja. 

Það var skítkalt í vélinni og veðrið leiðinlegt. 

Loks var hurðinni á flugstjórnarklefanum hrundið upp og glytti á andlit skjálfandi flugstjórans sem spurði farþegana: "Er nokkurt ykkar með skrúfjárn eða vasaljós?"

Hafi farþegunum verið farið að lítast illa á blikuna fram að þessu, versnaði það um allan helming. Varla var hægt að hugsa sér meira ótraustvekjandi yfirlýsingu. 

Svo vildi til, að síðuhafi, sem var einn farþega, var alltaf með lítið verkfærasett meðferðis á ferðum sínum, og bjargaði málunum. 

En mikill léttir var það fyrir flesta í þessari flugferð, þegar lent var heilu höldnu í Eyjum.  


mbl.is Lentu á rangri Kanaríeyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróður byrgir of víða sýn.

Gróðureyjarnar í Úlfarsárdal í Reykjavík eru ekkert einsdæmi um það, hve víða er lítið eða ekkert hugað að því hvernig tré og gróður byrgja ökumönnum og vegfarendum sýn. 

Dæmi um þetta eru til dæmis vegaskilti, þar sem laufguð tré byrgja svo mjög fyrir þau, að þau verða gagnslaus. 

Finna má ýmis dæmi um það að með tiltölulega litlum breytingum, jafnvel að fella aðeins eitt tré, sé hægt að bæta úr þessu. 

Stundum er þetta tilkomið vegna þess að vegaskiltið var sett upp fyrst, en síðan gróðursett þannig að huldist gróðri fyrir augum vegfarenda, sem á því þurftu að halda til að stunda öröggan akstur. 

Þegar talað er um ökumenn verður að telja hjólandi vegfarendur með, þótt gangandi fólk verði oft fyrir barðinu á þessum ágalla. 


mbl.is Bílstjórar sjá ekki börnin fyrir gróðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband