Gróður byrgir of víða sýn.

Gróðureyjarnar í Úlfarsárdal í Reykjavík eru ekkert einsdæmi um það, hve víða er lítið eða ekkert hugað að því hvernig tré og gróður byrgja ökumönnum og vegfarendum sýn. 

Dæmi um þetta eru til dæmis vegaskilti, þar sem laufguð tré byrgja svo mjög fyrir þau, að þau verða gagnslaus. 

Finna má ýmis dæmi um það að með tiltölulega litlum breytingum, jafnvel að fella aðeins eitt tré, sé hægt að bæta úr þessu. 

Stundum er þetta tilkomið vegna þess að vegaskiltið var sett upp fyrst, en síðan gróðursett þannig að huldist gróðri fyrir augum vegfarenda, sem á því þurftu að halda til að stunda öröggan akstur. 

Þegar talað er um ökumenn verður að telja hjólandi vegfarendur með, þótt gangandi fólk verði oft fyrir barðinu á þessum ágalla. 


mbl.is Bílstjórar sjá ekki börnin fyrir gróðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru tré og runnar ekki eitthvað sem þarf að varðveita vegna þess að í hundruð ára þekktu Íslendingar ekki þannig gróður og vernda svo ómetanleg hreinsun þeirra á andrúmsloftinu truflist ekki eða hætti? Er dauður hraunmoli merkilegri en lifandi tré? Og varla skipta börn og gangandi miklu máli meðan við viljum frekar sleppa því að ráða lögregluþjóna, kennara og lækna eins og þarf en reisa virkjun sem skilar stöðugum og öruggum tekjum í ríkiskassann.

Vagn (IP-tala skráð) 6.10.2022 kl. 20:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

565 ferkílómetra hraun og 130 gíga Lakagígar kallast "dauður hraunmoli" hjá Vagni. 

Fyrr má nú gera lítið úr hlutunum. 

Ómar Ragnarsson, 6.10.2022 kl. 21:38

3 identicon

Hvað þarf dautt hraun að vera stórt til að eiga meiri tilverurétt en lifandi tré?

Vagn (IP-tala skráð) 7.10.2022 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband