Ögrandi leikur að kjarnorkueldi.

Á næsta ári verða 70 ár síðan vopnahlé batt enda á Kóreustríðið án þess að friðarsamningur væri gerður. 

Það voru stríðsþreyttar þjóðir sem stóðu að þessu vopnahléi í stríði þar sem milljón manna voru drepnir og reynt hafði verið á þolrif stríðsalia með þeim eina árangri að vopnahléslínan fól í sér svipuð landamæri á milli norðurhlutans og suðaurhlutans og verið höfðu við upphaf stríðsins 1950. 

Sjötíu árum síðar er himinhrópandi munur á kjðrum fólks norðan megin og sunnan megin við vopnahléslínuna. 

Um 26 milljónir manna búa við við ömurleg kjör einræðiskúgunar og skorts í Norður-Kóreu, en í Suður-Kóreu búa tvfalt fleiri og þar hefur átt sér einhver mesti lífskjara- og efnahagsuppgangur sem um getur. 

Kínverjar drógust inn í stríðið veturinn 1950-51 og síðan 1948 hefur Norður-Kórea verið undir verndarvæng og áhrifasvæði Kínverja og Sovétríkjanna, en Suður-Kórea í slagtogi með Bandaríkjunum og Japan. 

Spilltir valdhafar voru bæði norðamegin og sunnanmegin 1950 en núna er stjórnarfarið norðan megin sérstaklega slæmt og valdhafarnir firrtir. 

Það brýst meðal annars fram í því að eignast kjarnorkuvopn og eldflaugar sem gætu borið þau til helstu óvinalandannna, Japans og Bandaríkjanna og láta ekki þar við sitja, heldur skjóta æ fleiri eldflaugum í átt til hina skilgreindu óvina á sífellt meiri ógnandi hátt. 

Með þessu er ætlunin að ná ógnunartaki eða ögrandi hótunarvaldi, sem eru sífellt meiri ógnun við heimsfriðinn. 


mbl.is Loftskeyti Norður-Kóreu ná til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband