..."Unnið friðinn og öryggið.." Hvað þýða þessi orð í raun?

Hálfu ári eftir að Kóreustríðið hófst 1950, höfðu innrásarmenn, sem höfðu næstum ná allri Suður-Kóreu á sitt vald, verið hraktir til baka og vel það. 

Það hefði bjargað um milljón mannslífum ef þá hefði verið hægt að ná því samkomulagi sem fólst í að víglínan yrði svipuð og í upphafi innan við hálfu ári fyrr. 

En í staðinn tók við næstum þriggja ára stríð með skelfilegu tjóni á fólki og eignum þar sem niðurstaðan var nokkkurn veginn hin sama og hafði verið í upphafi og var aftur um skamma hríð í lok innrásarársins. 

Því miður er skuggalega margt sem er líkt með stríðinu fyrir 70 árum  og því stríði, sem nú er háð í Úkraínu. Og það sem verra er, menn virðast ekkert hafa lært. 

Þrátt fyrir mikla stríðsþreytu lengst af í Kóreustríðinu freistuðust stríðsaðilar hver um sig til þess að bæta samningsaðstöðu sína með því láta á áframhald reyna, sem á endanum tryggði það að allir biðu í raun ósigur varðandi það að fá eitthvað út úr þessum mannfórnum. 

Niðurstaðan varð margfalt meira tjón en hefði þurft að verða. 

Þau ummæli að NATO þjóðirnar muni standa af öllu afli með Úkraínumönnum þar til að þeir hafi "unnið friðinn og öryggið"við "lok stríðsins" eru í raun ákaflega loðin, því að flest stríð enda með því að aðilar samninga fari með skarðan hlut frá borði til að öðlast þenn frið og öryggi, sem þeir vonuðust til að þeir myndu hugsanlega ná fram. 

Ef "lok stríðsins" verða friðarsamningar eða vopnahlé þar sem Pútín fær Krímskagann og ýmis atriði fram, verða það lok stríðsins og þar með að Bretar hafi stutt Úkraínumenn til loka stríðsins.  


mbl.is Heitir Úkraínu stuðningi til loka stríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki má gleyma Maradona og Ungverjunum. .

Ekki má gleyma tveimur fyrirbrigðum í sögu knattspyrnunar þegar saga HM er ryfjuð upp líkt og gert var á ágætis samkomuninni "Lambalæri að hætti mömmu" í gær. 

Annað þeirra er Maradona og afrek hans 1986 þegar hann nánast vann heimsmeistaratitillinn upp á eigin spýtur fyrir þjóð sína og sýndi, að það er ekki alltaf markafjöldinn, sem skiptir öllu, heldur hvaÐa mörk voru skoruð, hvenær og hvernig. 

Hitt fyrirbrigðið var spurningin um það af hverju Englendingar, sem skópu knattspyrnuna upphaflega hafi aðeins einu sinni unnið heimsmeistartitilinn.  

Þær gnæfir hátt sú staðreynd, að árunum 1950 til 1956 endurskóp ungverska landsliðið knattspyrnuna með yfirburðum sínum, þar sem þeir meira að segja burstuðu Englendinga tvívegis. 


mbl.is Gjörsamlega sturluð tölfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband