Hjálmlaus á fullri ferð á skútu á rauðu ljósi yfir fjögurra akreina götu.

Í stuttum skrepp um sexleytið í kvðld mátti sjá hjálmlausan mann á skútu þjóta á fullri ferð eftir gangbraut yfir fjögurra akreina götu beint á móti rauðu gangbrautarjósi. 

Það úir og grúir af svona atvikum í þeirri "villta vesturs" umferð sem verið hefur á svörtum föstudegi þar sem staðið hefur yfir stanslaus flaumur auglýsinga undir kjörorðinu "ekki missa af" öllum fjandanum. 

Fáránlega margir virðast vera tilbúnir að fórna lífi og limum sínum og annarra fyrir fáfengilegan tilgang. 

Og niðurstaðan er tvöfalt fleiri slys og óhöpp en venjulega. 

 


mbl.is Umferðin eins og „villta vestrið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf aðrar kröfur til pedalanna í rafbílum?

Í framhaldi af pistli hér á bloggsíðunni næst á undan þessari vaknar spurningin um aðrar kröfur til fjarlægðarinnar á milli pedalanna í rafbílum en í eldsneytisknúnum bilum. Tazzari pedalar 1

Rétt er að benda á myndir af afstöðunni á pedölum eins af ráfbílum landsins, sem birtast hér á síðunni, og hafa líka verið settar nú um síðir inn á síðuna í gær, Hún sýnir afstöðuna á milli pedalanna á Tazzari Zero EM1. 

Nánari skýringar er að finna í pistlinum í gær. 

Tazzari pedalar 2


mbl.is Skattaafsláttur rafbíla drífur stutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband