Fyrsta kjarnorkusprengjukrísan var í upphafi Kóreustríðsins.

Kóreustríðið var merkilegt stríð um marngt og nú hefur Max Hastings skrifað svipaða bók um það og bókina um Seinni heimsstyrjöldina, sem hefur fengið fádæma lof. 

Svipað á við um bókina um Kóreustríðið, sem nú er komin út í ekki síðri þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar en þýðing hans um fyrri bók Hastings var, hreint meistarastykki. 

Í bókinni um Kórestríðið er afar athyglisleg og góð lýsing á því sem gekk á í undanfara þess að Harry S. Truman rak hina miklu stríðshetju Douglas Mac Arthur úr embætti yfirhershðfðingja. 

Mac Arthur var orðinn ansi firrtur í hættulegum tillögum sínum um að varpa kjarnorkusprengjum á skotmörk í Kína gera fleiri kúnstir, sem voru margar hverjar stórvarasamar, og lét sér ekki segjast.   

Kóreustríðið var fyrsta styrjöldin í Austurlöndum fjær sem skók allan heiminn af ótta við að hún stigmagnaðist og yrði að þriðju heimsstyrjöldinni. 

1948 átt Bandaríkjamenn þegar 50 kjarnorkusprengjur, en 1949 sprengdu Sovétmann fyrstu sprengju sína og þar með hófst kjarnorkuvopnakapphlaup. 

Kóreustríðið var það hættulegt og eldfimt, að Bandaríkjamenn sendu herlið að nýju hingað til lands, sem sat hér til 2006.  

Að vísu margfaldaðist kjarnorkuógnin milli 1950 og 1962, þegar ógnin var komin á stig gereyðingar, einkum vegna vetnissprengjanna, en þær stærstu voru tíu þúsund sinnum öflugri hver en sprengjurnar sem var varpað á Hiroshima og Nagasaki. 

Afar skilmerkileg lýsing í bóknni nýju er mikils virði nú til þess að varpa ljósi á eðli þess ástands, að heimurinn leiki á heljarþröm hættunnar á gereyðingarstrríði.

Það sést vel á samantekt í Morgunblaðinu í dag á slíku ástandi 1962, 1983 og oftar. 

 


Heggur sá, er hlífa skyldi? Fokið í flest skjól hjá Kúrdum.

Flestir minnihlutahópar, sem berjast fyrir sjálfstæði sínu innan þjóðríkja, gera það á þeim grundvelli að þær séu sérstakar þjóðir í menningarlegum efnum. 

Kúrdar hafa nokkra sérstöðu hvað snertir það, að þeir búa í mörgum samliggjandi Arabalöndum og verður barátta þeirra erfiðari sem því nemur. 

Svíar hafa nokkra sérstöðu varðandi sænska minnihlutann í Finnlandi, sem nýtur nokkurra sérréttinda sem minnihlutahópur, þótt hann sé hlutfallslega lítill, rúmlega 5 prósent af íbúum landsins. 

Líklega hefur þessi sérstaða skapað þann skilning hjá Svíum á kjörum Kúrda sem hefur orðið til þess að skapa tengsl þeirra við samtök Kúrda. 

En nú er við erfiðan að etja, þar sem er Erdogan forseta Tyrklands, sem beitir alræðistöktum innanlands við að viðhalda völdum.

"Hreinsun" hans í dómskerfinu og embættismannakerfinu í kjölfar misheppnaðar tilraunar til að koma honum frá völdum hér um árið gaf svipuðum aðgerðum þekktra harðstjóra í einræðislöndum lítið eftir. 

Erdogan hefur sýnt mikla slægð við að halda völdum og nýtt sér aðild Tyrklands að NATO og legu landsins að Svartahafi á mótum áhrifasvæðis Rússa og NATO til hins ítrasta. 

Þegar hann svínbeygir Svía núna við að nýta sér neitunarvald gegn inngöngu Svía í NATO er það enn eitt dæmið um hörku hans sem veldur því að nú virðist fokið í flest skjól fyrir hinni hrjáðu þjóð, Kúrdum. 


mbl.is Svíar beygja sig undir kröfur Erdogan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband