Fólk ræður meira um þyngd sína en hæð.

Hver einstaklingur ræður nær engu um það hver hæð hans er og hver fótalengd hans er. 

Það litur því ekki vel ut frá sanngirnissjónarmiði að láta hávaxna og útlimalanga borga sérstaklega meira fyrir flugsæti en þá sem eru lægri og útlimastyttri. 

Nóg eru vandræði mjög hávaxinna samt vegna fyrirferðar. 

Hins vegar getur fólk ráðið talsverðu um þyngd sína, þótt það sé misjafnt. 

Holdafarið er hins vegar af misjöfnum orsökum og þeim oft ansi arfgengum.  

Hjá sumum getur verið mjög erfitt að ráða við það, og viðkomandi þarf kannski að líða meira en nóg fyrir það varðandi heilsufar, vellíðan og langlífi þótt ekki sé farið að bæta við það  einhverjum auka skatti eða refsingu. 


mbl.is Á hávaxið fólk að borga meira fyrir flugsæti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband