Samkvæmt spánni vex frostið mikið næstu daga.

Þótt notkun á heitu vatni í Reykjavík sé "sögulegu hámarki" eins og er, og samt þurfi ekki að loka sundlaugum, er spáð mun meira frosti á næstu sólarhringum. 

Nýtt sögulegt hámark er því í kortunum og þar með mætti rökstyðja það að loka sundlaugum þegar það er komið, eða er það ekki?

Nýjustu fréttir herma að vísu að þetta hámark haldist ekki nema í 1-2 sólarhringa, svo að vonir hafa glæðst um að komast megi hjá lokunum. 

Í allri umræðunni er ekkert minnst á þeirri gríðarlegu orku, sem notuð er til framleiðslu á raforku fyrir stóriðjuna og er tekin á ferlega óskilvirkan hátt þar sem meira en 80 prósent orkunnar fer óbeisluð til einskis út í loftið. 

Þessi orka er samt tekin úr sömu orkuhólfum og hitaveituvatnið og í heild er um svonefnda "ágenga orkuvinnslu" að ræða, sem er annað orð yfir rányrkju.

En undir lok viðtals við orkumálastjóra í lok umfjöllunar RÚV í kvöldfréttatíma nefndi hún orðið þó orðið "sjálfbær þróun". 


mbl.is Ekki ástæða til að loka sundlaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband