Síðustu áratugir skipta mestu máli varðandi hlýnun loftslags.

Í leit manna að rökum gegn því að gera neitt með hlýnun loftslags er oft leitað ansi langt aftur í tímann, og hafa einstakir andmælendur farið jafnvel milljónir ára aftur í tímann. 

Við blasir að slíkar aðferðir eru gagnslausar, því að um ósambærileg tímabil er að ræða. 

Eina raunhæfa aðferðin er að meta ástandið síðustu áratugi, því að aðstæður mörgum öldum og jafnvel árþúsundum og ármilljónum fyrr voru gerólíkar því sem nú eru þegar mannkynið er komið yfir átta milljarða með öllu því, sem fylgir gríðarlegri neysluaukningu, framkvæmdum og framþróun hinnar miklu fólksfjölgunar.  

 


mbl.is Stefnir í heitasta ár frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband