Snjókoma er hluti af úrkomu.

Ekki er auðvelt að rekja, hvar sá misskilningur var settur á flot í frásögnum fjölmiðla af aurskriðum í Klakksvík í Færeyjum, að þar hefði fyrst verið snjókoma, sem síðar hefði breyst í úrkomu.  

Fá tungumál búa yfir jafn mörgum orðum um mismunandi tegundur af úrkomu og íslenskan, og stafar það augljóslega af því hve stór hluti að tilveru okkar felst í þessu fyrirbæri, sem nefnist einu orði "neðbör" á dönsku.

Þegar veðurstofur gefa upp úrkomu í millimetrum, svo sem ársúrkomu eða mánaðarúrkomu, er öll úrkoma innifalin í þeirri tölu, líka sá hlutinn, sem er innifalinn í snjókomu. 

Orðið "úrkoma" nær yfir allt það vatn, sem fellur af himni í úrkomu, og er í mismunandi föstu formi, og þar af leiðandi notuð mismunandi orð um hverja úrkomutegund. 

Úrkoman birtist í stórum dráttum í þremur formum, þar sem lofthitinn ræður mestu:

1. Rigning. Eingðngu í fljótandi formi, heitari úrkoma en við frostmark.  

2. Slydda, hálffljótandi form við hita nálægt frostmarki, en rétt ofan við það. +

3. Snjókoma, úrkoma í föstu formi fyrir neðan frestmark eða rétt í kringum það. 

Úrkoman í Klakksvík breyttist einfaldlega úr snjókomu í slyddu og síðar rigningu. 

Sá ruglingur að snjókoma breytist í rigningu er enn eitt dæmið um sífellt lélegri málkennd hér á landi.  

Verstar eru þær málleysur, sem eru órökrétt bull. 


mbl.is Rýming eftir aurskriðu í Klaksvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fyrirsjáanleg kuldatíð yfir jólin..." Áratuga "snjómokstursfælni."

Dag eftir dag greindu veðurfræðingar frá því fyrirfram í sibylju að líkur væru á hörðu áhlaupsveðri sl. laugardag, og ekki bara það, heldur væru líkur á kuldatíð fram yfir jól. 

En auðvitað gat þetta ekki haggað við borgaryfirvöldum, sem hafa frá því elstu menn muna stundað þá stefnu, að treysta því að hægt sé að komast hjá kostnaði við snjómokstur með því að láta fljótkomna hláku um að grynnka á snjónum.  

Snjómokstursfælnin felst meðal annars í því að tækjakostur borgarinnar sé tvöfalt til þrefalt minni miðað við stærð gatnakerfisins en í nágrannasveitarfélögunum. 

Í norðanáhlaupinu núna var "flugfært milli Keflavíkur og Reykjavíkur" þótt ófært væri á landi.

Stefnan, sem nefna má "snjómoksturfælni" olli því fyrir nokkrum árum að tugir fólks beinbrotnaði í hálkuslysum á hverjum degi, dag eftir dag.

Það vakti athygli síðuhafa fyrir rúmum 50 árum í vikudvöl í Helsinki að þar var allt gatnakerfið handmokað á hverjum degi til að koma í veg fyrir snjórinn þjappaðist niður af fótum fólks og ökutækjum og yrði að flughálum klaka eins og hér á landi.  

Eðlilega bera borgaryfirvöld í Reykjavík ábyrgð á þessu fáránlega ástandi, en ekki bara meirihlutinn, heldur má líka spyrja: Hvar hefur borgarstjórnarminnihlutinn verið allan þann tíma, sem þetta hefur viðgengist? 


mbl.is Snjórinn komið borginni í „opna skjöldu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband