Of oft eru afturljós bíla myrkvuð.

Núna í myrkasta skammdeginu þegar mest er þörfin fyrir bílar sjáist vel í myrkri og slæmu skyggni, vekur athygli hve margir bílar eru með myrkvuð afturljós, en slíkt eykur mjög hættu á aftan á árekstrum. 

Ástæða þessa er sú, að á mörgum nýjum bílum, til dæmis rafbílum, er hægt að velja um þrjár ljósastillingar að framan: 

Lág ökuljós, há ökuljós, og stöðuljós, sem eru þá yfirleitt LED-ljós. 

Á bíl síðuhafa eru báðar tegundir ökuljósanna halogen ljós, sem eyða meiri raforku en litla LEDljósalínan fyrir neðan þau, en þessi LEDljós eru furðu skær og sjást jafnvel betur en lágu halogen ökuljósin. 

Á þessum bíl halda afturljósin áfram að vera kveikt, þótt LED stöðuljósin séu notuð, svo að hann er er aldrei myrkvaður að aftan, nema alveg sé slökkt á öllum ljósum að framan og aftan. 

Þessi bíll er sá ódýrasti sem fluttur hefur verið inn nýr til landsins, en því miður virðst sem fjöldi nýrra bíla sem eru jafnvel margfalt dýrari, séu þannig búnir, að ef skæru LED stöðuljósin eru notuð ein að framan, slokkna afturljósin. 

Þessi möguleiki er bagalegur, því að hann veldur oft vandræðum í umferðinni og jafnvel hættu á árekstrum.  

Stundum sést, að þegar bílar mæta bílum með einungis LED stöðuljósunum kveiktum að framan, blikka menn ljósum til þess að gefa þetta ástand til kynna. 

En hvað ódýra rafbílinn varðar, þýðir LED ljósið að framan alls ekki slíkt ástand, því að afturljósið logar alltaf á þeim bíl, og slokknar aldrei nema þegar öll ljós eru slökkt á bílnum.   

Tilhneigingin til að nota LED ljós er líklega meiri hjá ökumönnum rafbíla en venjulegra bíla. 

Ofangreindu ruglings ástandi þarf að linna með því að tryggja það, að afturljósin geti ekki slokknað nema þegar öll ljósin að framan eru slökkt. 

En í framhaldi af því væri full ástæðan til að gefa gaum að því hve það er alltof algengt, einkum á háum pallbílum, að hafa LED ökuljós svo ofboðslega skær, að það blindar þá sem koma á móti. 


mbl.is Rauðu ljósin verða einfaldlega skemmtilegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskurinn, ýsan, skatan og súrnun sjávar.

Enn er það þorskurinn, sem er sú fisktegund, sem skapar þrátt fyrir allt einna jöfnust og mest verðmæti í þjóðarbúið. 

Það er hins vegar smekksatriði, hvort allir telji þorskinn bragðbesta fiskinn.  Þegar síðuhafi hefur verið spurður, hvað vegi þyngst í því að eiga heima á Íslandi, verður svarið oft svona;

"Það eru fimm ástæður:

1. Fæddur og uppalinn á Íslandi. 

2. Það er minna af pöddum á Íslandi en í heitari löndum. 

3. 4. 5.  Ýsa, smjör og kartöflur. 

 

Í dag fær þorskurinn samkeppni frá skötunni. 

Í umræðunni um vaxandi magn af koldíoxýði i andrumsloftinu er nánast aldrei minnst á súrnun sjávar, sem er þó óumdeilanlegt fyrirbrigði og miklu stærri hluti málsins en breytt efnahlutfall í andrúmsloftinu.  

Einhvern veginn virðist enn skorta á að búið sé að huga nóg að hafinu og áhrifum súrnunar sjávar. Er þó ansi mikið í húsi fyrir þjóð, sem á svo stóran hluta kjara sinna háðan sjávarafurðum.   


mbl.is Mældu stærri þorskstofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband