Hvað er orðið af öllum endurskinsmerkjunum?

Hér á árum áður var rekin öflug áróðursherferð fyrir endurskinsmerkjum á öllum þeim vegfarendum sem voru gangandi og hjólandi í umferðinni. 

Rökin lágu í augum uppi, Ísland er á veturna dimmasta land Evrópu og því gat verið um líf og dauða og tefla. 

Fyrir viku kom fram í umræðu í tilefna af banaslysi í umferðinni, að verið hefði afar dimmmt á slysstað, og því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu, að stórlega kosti á ljósmagn í umferðinni í Reykjavík. 

Ekki er lengra síðan en tveir dagar að síðuhafi var á leið akandi heim sín og mátti þakka fyrir að aka ekki tvívegis á fólk, sem gekk ótrautt á móti rauðu ljósi yfir gatnamot, klætt í dökkan fatnað, svo að nær ómögulegt var að sjá það. 

Í báðum tilfellum hætti þetta fólk beinlínis lífi og limum fyrir afar lítilfjörlegan ávinning. 

Síðuhafi hefur síðustu sex ár ferðast um á mismunandi farartækjum allt frá rafreiðhjóli upp í léttan jöklajeppa og átt leið um allar tegundir gatnakerfisins, götur, stofnæðar, reiðhjólastíga og gangstéttir og sýnileiki vegfarenda er alveg skelfilega lítill og farið minnkandi. 

Hvar eru nú öll endurskinsmerkin á fólki og farartækjum, sem svo mikið var barist fyrir hér fyrr á árum?


Stundirnar tóku yfir af staðnum.

HM í knattspyrnu snýst um aðeins eina íþrótt, en samt virðist heimsmeistarakeppnin í þessari einu grein bjóða upp á meiri stórsýningu og dramatík en sjálfir Ólympíiuleikarnir. 

Þeir urðu sannspáir sem fyrirfram spáðu því að öll vandræðin, sem staðurinn og aðstæðurnar fyrir keppnina myndu gleymast strax og fyrstu leikirnir hæfust. 

Þar sló óvæntur sigur Saudi-Arabíu yfir grónu knattspyrnustórveldi tóninn og áfram hélt hið óvænta ásamt fjölbreytilegum atvikum að halda spennnuni við. 

Nú er bara að sjá hvort áframhaldið verði sama sífellda spennan og að jólin 2022 verði einstæð knattpyrnujól.  


mbl.is Fleiri óvænt úrslit en nokkru sinni í riðlakeppni HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband