Lágur þyngdarpunktur og síðan allt hitt.

Margt er skrifað og skrafað um snilli Lionels Messis, en eitt er eiginlega aldrei minnst á eitt mikilvægt atriði, en það er fólgið í því hve lágur þyngdarpunkturinn er hjá honum þegar við lága líkamshæð bætast hinir stuttu fætur, þar sem knattleiknin nýtur sín á ofurhraða við þröngar aðstæður. 

Messi er eins og sérsmíðaður fyrir það að tifa ógnarhratt í gegnum þykkan skóg af fótum mótherja á aldeilis makalausan hátt með því að halda alltaf fullkomnu jafnvægi og ógnarhraða og geta síðan skotið á augnablikum, sem væru lokuð ððrum en honum í sömu aðstæðum. 

Þegar Pele er nú að kveðja, blossar upp samanburðurinn við hann  og Maradona.

Pele bjó yfir þeirri viðbót við knattleiknina og hraðann að vera einn allra besti skallamaður sögunnar. Það gerir samaburðinn erfiðari þegar meta skal, hvað einstakir eiginleikar eru vegnir og metnir.  


mbl.is Hvernig fer hann að þessu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband