Veturinn réði meira um "Föðurlandsstríðið mikla" en flest annað. Sama nú?

Veðurfarið 1941 til 1942, allt frá leðju í haustrigningum til hörkufrosts yfir veturinn, réði einna mestu um gang innrásar Hitlers i Sovétríkin 1942. 

Veðurfarið stöðvaði sóknina og þegar Stalín brást við með vanhugsaðir allsherjar gagnsókn í desember, misheppnaðist hún að miklu leyti vegna þess hve ómögulegt var að framkvæma svo gríðarlega sókn að öllu leyti og mannfórnirnar urðu miklu meiri en ella. 

Bíða varð eftir því að sumarið kæmi til þess að Þjóðverjar gætu hafið stórfellda sókn sína til austurs 1942, og vetrarkoman réði mestu um hrakfarirnar við Stal´ngrad.

Þetta minnti mjög á hrakfarir Napóleons 1812 og þrátt fyrir allar framfarir í hernaði síðan 1942 ætti það ekki að koma neinum á óvart, þótt veturinn núna leik stórt hlutverk í Úkraínustríðinu.  


mbl.is „Hamagangurinn“ hefur ekki áhrif á hernað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband