Rússneski veturinn er alltaf ógn fyrir hvern sem er.

Rússneski veturinn 1941-1942 lék hinn fræga þýska her svo hroðalega grátt að það mátti halda að þessi vetur hefði verið eitthvað sérstaklega harður. 

Svo var þó ekki. Hvað var þá svona svakalegt við hann? 

Bara þetta eitt: Þetta var bara einn af þessum rússnesku vetrum. Samgöngukerfi langstærsta ríkis heims var, er og verður hræðilega frumstætt. 

Síðuhafi undraðist í pílagrímsferð í mars 2006 hve þjóðleiðin milli Moskvu og St. Pétursborgar var ömurlega frumstæð þegar þess er gætt að þetta er leiðin á milli tveggja stærstu margmilljónaborga landsins, en samt víða aðeins ein akrein til boða í hvora átt. 

Að ekki sé talað um hve lélegt malbikið var, víða alsett sprungum og illa við haldið.

Þjóðverjarnir í 3ja milljón manna hernum í júlí 1941 töldu sig að vísu hafa búið sig vel undir rússneskar aðstæður, og voru til dæmis sem 750 þúsund hesta með í för. 

Skriðdrekarnir höfðu ekki átt í vandræðum með að bruna vestur á Atlantshafsströnd og norður til Nordcap í júní 1940 og suður á Grikklandsströnd og til Líbíu sumarið 1942, em í Rússlandi mættu þeir ofjörlum sínum í líki tugþúsunda T-34 spánnýrra rússneskra dreka sem gátu ekið á sínum breiðu sérhönnuðu beltum hringi í kringum þýsku Panther drekana, sem sukku í drulluna í rússnesku haustrigningunum. 

Allt spólaði og sökk í drulluna, trukkarnir, vélhjólin, jafnvel 750 þúsund hestarnir og 3 milljónir hermanna. 

Loksins frysti, en þá tók enn verra við; rússneska frostið niður í tugi stiga, svo að allt fraus fast eða fór ekki í gang. 

Herinn mikli laut í lægra haldi fyrir frosti, sem gerði olíuna á vélunum að seigu gúmmílíki svo að vélvæddar brynsveitir urðu gagnalausum málmklumpum. Þúsundir hermanna kól og margir þeirra til bana.

Nú sást það sem strápdrap Grand Armé Napoleons í hinni miklu herför hans 1812-13, röng klæði hermanna, sem börðust við fjandsamlegar aðstæður gegn kappklæddum mönnum á heimavelli. 

"Frostið tekur kraft úr Rússum" segir í fyrirsögn viðtengdrar fréttar á mbl. 

Og það er rétt, en augljóslega rangt þegar það var sagt fyrir meira en tveimur vikum að innrásarher Rússa yrðið kominn inn í Kænugarð eftir þrjá daga. 

Rússneski veturinn tekur nefnilega kraft úr öllum, jafnvel síberísku hersveitunum 1941 sem komu alla leið austan frá Kyrrahafi til að snua orrustunni um Moskvu við. 

Minnisstæðast í förinni 2006 á sagnaslóðir rússneska vetrarins var að standa við yfirlætislítið minnismerki við Khimki sporvagnastöðina aðeins 19 kílómetra frá Kreml, þar sem sagt er að þýsku hermennirnir hefðu séð til turnanna í Kreml rétt fyrir jól 1941.

Orrustan um Moskvu virtist vera að vinnast, aðeins 19 kílómetrr eftir í mark.  

Þar hafði rússneski veturinn dregið kraft úr báðum herjum, en úrslitum réði, að rússnesku hermennirnir voru aenn komnir AÐ þrotum krafta sinna, en þeir þýsku voru ALVEG þrotnir að kröftum.

Rússneski veturinn hefur þrjú andlit, sem öll eru jafn fjandsamleg óvinaherjum af öllum tegundum. 

Haustrigningarnar. 

Vetrarhörkurnar. 

Vorrigningarnar. 

Haustrigningar eyðilögðu herförina Taifun til Moskvu 1941. 

Vetrarhörkur sáu um að halda eyðileggingunni áfram við Moskvu og vetrarhörkur innsigluðu þýska ósigurinn í Stalíngrad i árslok 1942. 

Hvað gerist nú?

 

 


mbl.is Frostið tekur kraft úr Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband