Enginn myndi græða, heldur allir tapa á Tævanstríði.

Nú þegar blasir við að Úkraínustríðið mun valda gríðarlegu tjóni, ekki bara í Austur-Evrópu, heldur um allan heim.  

Þar með er viðfangsefni þjóðarleiðtogaanna að reyna að minnka tjónið og forðast að efna til æsinga. 

Kínverjar reyndu að fela það sem mest þegar þeir leyfðu svokölluðum sjálfboðaliðum að streyma yfir landamæri Kína og Kóreu þegar hætta var orðin á því að her Sþ næði allri Kóreu undir sig. 

Það tókst að forðast beina stríðsþátttöku Kínverja og semja harðsótt vopnahlé.  


mbl.is „Enginn græðir á þessu stríði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörbrot heimsveldisstefnunnar? Nei, GAGA skal það vera.

Þegar landafundir hófust fyrir um fimm hundruð árum, hófst jafnframt kapphlaup svonefndra nýlenduvelda um yfirráð og áhrif á hinum nýnumddu svæðum. 

Nýlendustefnan varð til og birtist í mörgum myndum. Monroe-kenningin svonefnda 1823 var í raun birtingarmynd af heimsveldastefnu, sem átti að tryggja, að báðar amerísku álfurnar yrðu sneyddar íhlutunum eða áhrifum evrópsku stórveldanna en hins vegar hefðu Bandaríkin þar áhrifasvæði sitt. 

Síðari hluta 19. aldar gerðist það stundum að stórveldin skiptu með sér svæðum, og eru samningar Breta og Frakka um Afríku gott dæmi um það. 

Ein af vonum Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöldinni var óánægja þeirra með skarðan hlut í Afríku. 

Þær vonir urðu að engu í styrjöldinni og tvö heimsveldi, það tyrkneska og hið austurríska, hrundu. 

En áfram hélt heimsveldisstefnan að birtast, og Mussolini dreymdi um að endurreisa Rómaveldi. 

Það fór í vaskinn, en afar þjóðernissinnuð stefna hans minnir á stefnu Pútíns nú. 

Griðasamningur Stalíns og Hitlers byggðist á hreinni útfærslu gamallar heimsveldisstefnu að marka sér og semja um áhrifasvæði. Járntjald féll um Evrópu þvera, Breska nýlenduveldið liðaðist í sundur nema að nafninu til í svonefndu Samveldi. 

En allan tímann var alltaf verið að spila eftir áhrifasvæðastefnu heimsveldisstefnunar. 

Bandaríkin hafa haldið uppi ákveðinni útfærslu, sem hefur leitt af sér fjölda ígrípa þeirra af málefnum ríkja um allan heim, eins og Kóreustríðið, Vietnamstríðið, Afganistan, Írak og "Arabíska vorið" bera vitni um. 

Þessi stefna hefur orðið fyrir áföllum, og marga dreymir um að heimsveldisstefnan fari að renna sitt skeið á enda. 

En nú hefur þessi stefna, sem gat birst í svona mörgum myndum eins og því að fela í sér ákvæði um hlutleysi ríkja, svo sem Austurríkis, Júgóslavíu og Finnlands virst eiga möguleika að komast á lokastig. 

En Vladimir Pútin leggur nú í raun út í þann leiðangur að nota hervald til þess að þvinga fram áfamhaldandi gildi skiptingu heimsálfa í áhrifasvæði með gamla laginu, og líkindin á milli hans og Mussolinis eru sláandi, vitnað í forna frægð og veldi rússnesku keisaranna og síðar Sovétríkjanna og stjórnarfar og stefna þeirra dýrðartíma gerð að keppikefli sem öll heimsbyggðin verði að beygja sig fyrir. 

Stóri munurinn á Pútín og Mussolini er hins vegar sá, að Pútín er í þeirri klikkuðu aðstöðu að geta hleypt af stað gereyðingarstríði allra jarðarbúa. Það er trúarsetningin MAD, á íslensku GAGA (Gagnkvæm Altæk, Gereyðing Allra.) 


mbl.is Rússar hættir við umdeilda ályktunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband