Öll stigmögnun Úkraínustríðsins gerir ástandið verra.

Lúkasjenko forseti Hvíta-Rússlands á allt sitt undir Vladimir Pútin, sem hefur haldið yfir honum hlífiskildi og gert hann gersamlega háðan sér og heimsveldisstefnu sinni.

Sú stefna er eins og draugalegt öskur úr margra alda fortíð heimsvelda undir einræðisstjórn, sem hafa fóstrað við barm sinn gerspillta og grimma "smærri" einvalda, sem hafa legið hundflatir fyrir hinum valdameiri yfirboðurum sínum. 

Pútín hefur opinskátt lýst því stjórnarfari, sem hann berst fyrir að ríki í Rússlandi og á "áhrifasvæði" þess ríkis forðum mikla heimsveldis grimmra einvalda, bæði í einvaldsstjórnrfari og kommúnismastjórn. 

Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því í Silfri Egils, hvernig Rússar hefðu nær aldrei lifaið við lýðræði og frelsi og mannréttindi, og að hugsnlega gæti það tekið minnst 50 ár, einhvern tíma í framtíðinni, að Rússar gætu tekið upp vestræna stjornarhætti. 

 


mbl.is Innrás Hvítrússa talin sífellt líklegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband