Öll stigmögnun Úkraínustríðsins gerir ástandið verra.

Lúkasjenko forseti Hvíta-Rússlands á allt sitt undir Vladimir Pútin, sem hefur haldið yfir honum hlífiskildi og gert hann gersamlega háðan sér og heimsveldisstefnu sinni.

Sú stefna er eins og draugalegt öskur úr margra alda fortíð heimsvelda undir einræðisstjórn, sem hafa fóstrað við barm sinn gerspillta og grimma "smærri" einvalda, sem hafa legið hundflatir fyrir hinum valdameiri yfirboðurum sínum. 

Pútín hefur opinskátt lýst því stjórnarfari, sem hann berst fyrir að ríki í Rússlandi og á "áhrifasvæði" þess ríkis forðum mikla heimsveldis grimmra einvalda, bæði í einvaldsstjórnrfari og kommúnismastjórn. 

Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því í Silfri Egils, hvernig Rússar hefðu nær aldrei lifaið við lýðræði og frelsi og mannréttindi, og að hugsnlega gæti það tekið minnst 50 ár, einhvern tíma í framtíðinni, að Rússar gætu tekið upp vestræna stjornarhætti. 

 


mbl.is Innrás Hvítrússa talin sífellt líklegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það sem mér finnst gagnrýnivert við Joe Biden og nálgun hans er að hann reynir að hirta Pútín. Það gengur ekki. Fyrsta reglan í samskiptum við framandi þjóðhöfðingja er að sýna þeim virðingu, rétt eins og þegar Bandaríkjamenn áttu í deilum við indíánahöfðingja, þrátt fyrir stríðin. Þetta kunni Donald Trump. Hann var orðljótur á köflum, en náði að tengjast einræðisherrum samt með friðsamlegum hætti. 

Eins er með okkur í vestrinu, til dæmis Evrópusambandinu, mannúðarsinnaðir Íslendingar geta ekki breytt stjórnarfarinu í Rússlandi svo auðveldlega. 

Úkraína var það land sem vildi líkjast Vesturlöndum, og þetta er afleiðingin. Nú finnst mér ljóst að hið umtalaða virðingarsamband Þýzkalands seinni heimsstyrjaldarinnar og Sovétríkja Stalíns er ekki alveg horfið. Margt í einræðismenningu Evrópu á sér jafnvel sovézkar rætur. 

Friðsamlegri samskipti við Rússa frá hruni Sovétríkjanna hefðu kannski gert heiminn friðsamlegri þarna.

Ingólfur Sigurðsson, 23.3.2022 kl. 11:42

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hef verið að velta þessu fyrir mér með litla mannréttindahefð í Rússlandi. Af hverju er það svo? Það er nú ekki eins og að almenningur í Rússlandi hafi fyrst verið að byrja að hrópa á mannréttindi í gær.

Kröfur um slíkt komu fyrst fram á 19. öld ef ég man rétt, ef ekki fyrr. Fólkið vissi að í Evrópu voru réttindi fólks að aukast og lífskjör að batna, þó ekkert hafi verið internetið á þeim dögum.

Þessar kröfur komu fram strax undir keisaraveldinu, jafnvel undir forverum Nikolajs Romanoff, sem byltingarvitleysingarnir drápu og alla hans fjölskyldu. Málið var að þessum mótmælum var mætt með hermannastígvélum þá eins og í Sovétinu og alræðisríki Pútíns.

Þannig að yfirvöld í Moskvu hafa enga afsökun. Þó Pútín sé snarklikkaður, þá er hann flugskarpur og á alveg að vita hvað mannréttindi eru. Það þarf ekki að sýna honum orðabók til að hann skilji hugtök tengd mannréttindum.

Theódór Norðkvist, 23.3.2022 kl. 14:52

3 identicon

Það er ekki NATO sem Pútin óttast mest, það er unga fólkið sem reis upp í Hvíta Rússlandi með farsíma að vopni.

Pútin virðist bara eiga til eitt vopn gegn farsímanum, það er atómsprengja.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.3.2022 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband