Ýmislegt minnir á Súdetahéruðin 1938-1939.

Árið 1938 hafði barátta þýskra þjóðernisafla, sem töluðu þýsku, borið þann árangur, að mikið fylgi var í Austurríki fyrir að innlimast í Þýskaland, og í þýskumælandi landamærahéruðum Tékkóslóvakíu fóru menn hart fram í kröfum um að fá að slíta sig frá Tékkóslóvakíu. 

Hitler innlimaði Austurríki inn í Þýskaland léttilega í mars án þess að hleypt væri af skoti, en áfram voru mál óleyst í Súdetahéruðunum.  

Um þessi deilumál var haldinn fundur leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Ítalíu í Munchen, sem endaði með því að látið var eftir kröfum Hitlers.  

Með þessu var að vísu afstýrt styrjöld, en á móti kom, að hin nýju landamæri Tékkóslóvakíu voru illverjanleg, en hin fyrri landmæri voru lögð eftir mjög hentugu landslagi, þar sem auðvelt var að koma upp öflugum varnarmannvirkjum.  

Enda fór Hitler létt með það að taka Tékkóslóvakíu hálfu ári síðar. 

Í lok Heimsstyrjaldarinnar voru hin gömlu landamæri Tékkóslóvakíu tekin upp að nýju og urðu þýskumælandi íbúar Súdetahéraðanna að sætta sig við það eða flýja ella land. 

Aðferð Rússa í Luhansk og Donetzk við að koma rússneskumælandi íbúum þar undan úkraínskri stjórn minnir um ýmislegt á aðferð Þjóðverja við að ná Súdetahéruðunum undir þýska stjórn.  


mbl.is Selenskí íhugar kröfu Rússa um hlutleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband