Ýmislegt minnir á Súdetahéruðin 1938-1939.

Árið 1938 hafði barátta þýskra þjóðernisafla, sem töluðu þýsku, borið þann árangur, að mikið fylgi var í Austurríki fyrir að innlimast í Þýskaland, og í þýskumælandi landamærahéruðum Tékkóslóvakíu fóru menn hart fram í kröfum um að fá að slíta sig frá Tékkóslóvakíu. 

Hitler innlimaði Austurríki inn í Þýskaland léttilega í mars án þess að hleypt væri af skoti, en áfram voru mál óleyst í Súdetahéruðunum.  

Um þessi deilumál var haldinn fundur leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Ítalíu í Munchen, sem endaði með því að látið var eftir kröfum Hitlers.  

Með þessu var að vísu afstýrt styrjöld, en á móti kom, að hin nýju landamæri Tékkóslóvakíu voru illverjanleg, en hin fyrri landmæri voru lögð eftir mjög hentugu landslagi, þar sem auðvelt var að koma upp öflugum varnarmannvirkjum.  

Enda fór Hitler létt með það að taka Tékkóslóvakíu hálfu ári síðar. 

Í lok Heimsstyrjaldarinnar voru hin gömlu landamæri Tékkóslóvakíu tekin upp að nýju og urðu þýskumælandi íbúar Súdetahéraðanna að sætta sig við það eða flýja ella land. 

Aðferð Rússa í Luhansk og Donetzk við að koma rússneskumælandi íbúum þar undan úkraínskri stjórn minnir um ýmislegt á aðferð Þjóðverja við að ná Súdetahéruðunum undir þýska stjórn.  


mbl.is Selenskí íhugar kröfu Rússa um hlutleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Skynsamlegur samanburður og staðreyndagrunndvallaður

Halldór Jónsson, 28.3.2022 kl. 04:28

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eigum við þá líka að bera ástandið hjá almenningi í Venesúela
vegna viðskiptaþvingana USA og ESB
saman við ástandið hjá fólki í Bíafra
vegna þvingana Nígeríu stjórnar á sínum tíma

Grímur Kjartansson, 28.3.2022 kl. 09:05

3 identicon

Mig grunar að Pútin sýnist hann sjálfur eiga meira sameginlegt með honum Stalin heldur en Hilter þegar hann horfir á landakortið og sér nákvæmlega sömu stöðu og í Síðari Heimsstrjöld.

Þá ræðust Nasistar á Sovétríkin (Rússland) með þrem herjum.
Einn fór norður, upp í gegnum Eystrasaltslöndin, alla leið til stórborgarinnar Lenígrad, sem nú heitir Sankti Pétursborg, og sátu um hana í meira en þúsund daga, með meðfylgjandi dauða og eyðileggingu, sem bitnaði einsog alltaf mest á óbreittum borgurum.
Herinn í miðjunni fór meðal annars í gegnum þar sem er núna Hvíta Rússland, og komst allaleið í augnsýn við Mosku-borg, áður en allt fraus fast í harðasta vetri í manna minnum.
Og í suðri fór þriðji herinn í gegnum Úkraínu, alla leið að Volgu-fljóti, þar sem Rauði Herinn náði loks að stöðva sókn hans í stórboginni Stalíngrad (sem Stalín í týpískun einræpisherra-hroka hafði endur-skírt í höfuð á sjálfum sér), en hún heitir nú Volgograd. Hefði Nasistunum tekist að brjóka sér leið þar í gegn, þá hefðu þeir náð að stöðja alla umferð frá helstu hráefnasvæðim Rússlands til helstu framleiðslu svæðanna (sem Stalín hafði rétt svo ná að flytja austur yfir Úralfjöll fyrir innrásina) og stjórnsýslunnar í norðri.

Núna situr Pútin og starir á landakortið og er þungt hugsi. Hann sér að það er ekki bara Þýskaland (og leppríki þeirra) heldur ÉU og allur hernaðarmáttur NATO (sérskatlega bandríkjamenn) sem hann stendur andspænis.
Einsog í heimsstyrjöldinni forðum, þá eru andstæðingarnir komir upp í gegnum Eystrasöltslöndin, Honum tókst rétt svo að stöðva þá í Hvíta-Rússlandi með að þræl-festa þar í stóli "sinn-mann" Alexander Lukashenko, og berja niður alla andstöðu með harðri hendi.
En núna hallar Úkraína óþægilega mikið til vesturs! Ekki nóg með að almenningur vilji komast inní EU, heldur hugsanlega líka NATO ... og þá væri mögulega óvinveittur her kominn bókstaflega uppað líf-línu Rússland, og gæti klipt hana í sundur með einni skyndisókn.

Mundu!  Við sem erum á lífi núna erum svo heppin að lifa á tímabili sem hefur verið kallað "Friðurinn Mikli!" (The Great Peace) vegna þess að það hefur ekki blossaðu upp stór-styrjöld í Evrópu í meira en 70 ár. Og í hroka okkar holdum við að það sé fullkomlega eðlilegt, og verði svoleiðis um ókomna framtíð.

Pútin býr ekki við þann munað (og er efalaust menntaðri um Mannkynssöguna en svo). Hann verður að hugsa um hvernig staðan verður hugsanlega eftir hálfa öld, eða heila öld, eða tvær.
Það eina sem hann hefur til að dæma um hvernig framtíðin verður, er það sem fortíðin kennir honum. Og það er að það mun alltaf vera til einhver hálfviti sem heldur að það sé góð hugmynd að gera innrás í Rússland.

Persónulega þá finnst mér alveg ótrúlegt hvernig sama fólkið og var sígrenjandi (og er enn) á öllum samfélagsmiðlum yfir hvað Trump væri vondur og geðveikur og gæti komið á stað heimsstyrjöld, blæs nú á allar áhyggjur Pútins af öriggisstöðu Rússland, og öllu sem gæti gerst ef einhver klikkhaus kæmist til valda hinumegin við landamærin!

Valtýr Kári Finnsson (IP-tala skráð) 30.3.2022 kl. 03:03

4 identicon

Það er nú þegar klikkhaus við völd í Rússlöndunum báðum.

Nato hefur ekki beitt sér með hervaldi í Evrópu nema með réttlætanlegum loftárásum á Serbíu.  Hver er saga soveít og rússa í þeim efnum? Hefst þá upptalningin: Ungverjaland, Tékkóslóvakía, cech nya, Georgia, ÚkrÍna.  H ort veldið er hættulegra friði í Evrópu?

Bjarni (IP-tala skráð) 30.3.2022 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband