"Stjórnmál eru list hins mögulega."

Ţessi gömlu spekiorđ eru oft notuđ til ţess ađ útskýra gjörđir og sviptingar í stjónmálum, sem erfitt ar ađ skilja. 

Pólitík Macciavellis sem birt var í frćgri bók, ţótti ansi hranaleg um margt, en á bak viđ hana var víđa gamla kennisetningin um ađ tilgangurinn helgađi međaliđ. 

Innrás Pútíns í Úkraínu lyktar af smá örvćntingu manns, sem setti sér ákveđiđ markmiđ um endurreisn fyrra valdis Sovétríkjanna og keisaraveldis Rússlands ţar á undan. 

Tíminn hefur liđiđ hratt frá ţví ţegar Pútín tók viđ völdum fyrst, og ţessi framtíđarsýn virđist enn lengra burtu í augum hans núna en hún var í fyrstu. 

Ţví veldur, ađ hann hefur ekki skynjađ ţá breyttu tíma sem hefur getiđ af sér ásókn eftir vestrćnu lýđrćđi í fyrrum kommúnistaríkjum, sem voru leppríki Rússa í gervöllu Kalda stríđinu. 

Ţótt ţau ríki vćru aldrei alveg fullvalda á tímum leppstjórnanna, er stórveldiđ Rússland međ innrás í Úkraínu í raun ađ ráđast í fimmta sinn á nágrannaríki til ţess ađ steypa af stóli ríkisstjórn međ alţjóđlegri viđurkenningu á ţví ađ vera ríkisstjórn ţess lands. 

Hin fjögur ríkin ţar sem rússneskt hervald steypti í raun ríkjandi ríkisstjórn voru Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakía 1978, Pólland 1980 og Afganistan 1979. 

Pútín er bćđi orđinn fastur í ţví ađ ţađ sé eđlilegt ađ ţetta sé svona og horfir líka á valdatíma sinn vera ađ nálgast endapunkt. 

Ţess vegna býst Macron Frakklandsforseti viđ ţví versta eftir símtal frá Pútín.  


mbl.is Macron býst viđ ţví versta eftir símtal frá Pútín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vald íţróttanna er vandmeđfariđ.

Frá upphafi hefur ţađ veriđ eitt af grundvallaratriđum íţrótta og Ólympíuleika ađ láta stjórnmáladeilur ekki trufla íţróttirnar. En ţetta hefur gengiđ upp og ofan. 

Litlu munađi ađ Ólympíuleikarnir í Berlín 1936 yrđu ekki haldnir vegna stefnu Hitlers í kynţáttamálum. Hitler, Göbbels og kvikmyndagerđarkonan Riefenthal sáu hins vegar gildi íţróttanna og nasistarnir gengu ţví ađ öllum kröfum um jafnrétti keppenda, og ţađ svo mjög ađ Jesse Owens og ađrir dökkir afreksmenn fengu í fyrsta sinn á ćvinni ađ gista í sömu hótelum og fá sömu ţjónustu og ađrir. 

Ţegar heim til Ameríku kom ţurfti stjarna leikanna, Owens, hins vegar á ný ađ sćta kynţáttalegri mismunun, varđ ađ smygla honum bakdyramegin inn í móttökuathöfnina vestra, og var ekki bođiđ í Hvíta húsiđ eins og hinum hvítu. 

Án Berlínarleikanna hefđi heimssaga íţróttanna misst af mörgum stćrstu augnablikum  sínum. 

Útilokun Suđur-Afríku frá ţátttöku á ÓL ţótti hins vegar réttlćtanleg vegna ţess ađ mismunun og ađsklilnađarstefna stjórnarinnar gekk niđur í gegnum allt íţróttakerfiđ. 

Innrás Sovétmanna í Ungverjaland haustiđ 1956 ógnađi ţátttöku á Ólympíuleikunum í Melbourne, en ţađ slapp fyrir horn.   

Hins vegar var sniđganga margra stćrstu íţróttaţjóđa heims varđandi ÓL í Moskvu 1980 vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan misráđin, ţví ađ kommmúnistaríkin sniđgengu leikana í Los Angeles 1984 í stađinn, og menn stóđu uppi međ tvenna hálfónýta leika. 

Bandaríkjamenn áttu síđar sjálfir eftir ađ ráđast inn í Afganistan 2001, og var ekki refsađ fyrir ţađ međ sniđgöngu. 

 


mbl.is Íţróttir hafa reynst himnasending
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 3. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband