Vald íþróttanna er vandmeðfarið.

Frá upphafi hefur það verið eitt af grundvallaratriðum íþrótta og Ólympíuleika að láta stjórnmáladeilur ekki trufla íþróttirnar. En þetta hefur gengið upp og ofan. 

Litlu munaði að Ólympíuleikarnir í Berlín 1936 yrðu ekki haldnir vegna stefnu Hitlers í kynþáttamálum. Hitler, Göbbels og kvikmyndagerðarkonan Riefenthal sáu hins vegar gildi íþróttanna og nasistarnir gengu því að öllum kröfum um jafnrétti keppenda, og það svo mjög að Jesse Owens og aðrir dökkir afreksmenn fengu í fyrsta sinn á ævinni að gista í sömu hótelum og fá sömu þjónustu og aðrir. 

Þegar heim til Ameríku kom þurfti stjarna leikanna, Owens, hins vegar á ný að sæta kynþáttalegri mismunun, varð að smygla honum bakdyramegin inn í móttökuathöfnina vestra, og var ekki boðið í Hvíta húsið eins og hinum hvítu. 

Án Berlínarleikanna hefði heimssaga íþróttanna misst af mörgum stærstu augnablikum  sínum. 

Útilokun Suður-Afríku frá þátttöku á ÓL þótti hins vegar réttlætanleg vegna þess að mismunun og aðsklilnaðarstefna stjórnarinnar gekk niður í gegnum allt íþróttakerfið. 

Innrás Sovétmanna í Ungverjaland haustið 1956 ógnaði þátttöku á Ólympíuleikunum í Melbourne, en það slapp fyrir horn.   

Hins vegar var sniðganga margra stærstu íþróttaþjóða heims varðandi ÓL í Moskvu 1980 vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan misráðin, því að kommmúnistaríkin sniðgengu leikana í Los Angeles 1984 í staðinn, og menn stóðu uppi með tvenna hálfónýta leika. 

Bandaríkjamenn áttu síðar sjálfir eftir að ráðast inn í Afganistan 2001, og var ekki refsað fyrir það með sniðgöngu. 

 


mbl.is Íþróttir hafa reynst himnasending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband