Umhverfisráðherrann margsaga í Kastljósi í kvöld.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, auðinda og loftslagsráðherra svaraði spurningum Baldvins Þórs Bergssonar út og suður í viðtali í kvöld og aldrei fékkst út úr honum, hve mikil sú viðbótarorka væri, sem nú er básúnað að þurfi í formi virkjana, samt alltaf talað um raforkuframleiðslu Íslands.  

Hún felur í sér hátt á þriðja þúsund megavatta í uppsettu afli, sem er meira en tíu sinnum hærrri tala en raforka fyrir allar landssamgöngur okkar. 

Guðlaugur hélt því fram að Íslendingar þyrftu að framleiða gríðarlega orku til þess að halda uppi flugi, annars yrðum við eftirbátar allra "þjóða, sem við berum okkur saman við."

Nú er það bæði eðlisfræðileg og efnafræðileg staðreynd, að það er einungis á stystu leiðum innanlands, sem raffflugvélar yrðu samkeppnishæfar, jafnvel þótt til kæmu miklar tækniframfarir, vegna þess mikla þunga, sem rafhlöður og annar búnaður krefst á flugleiðum yfir hafið í hinum nýju og "grænu" flugvélum.  

Baldvin þráspurði Guðlaug hvort það væri ekki vegna stórs hluta stóriðjunnar í meira en tvöföldun raforkuframleiðslu okkar, sem væri raunveruleg orsök slíks ofurvaxtar. 

Svör Guðlaugs Þórs voru þrungin mótsögnum; annars vegar að stóriðjan yrði ekki frek til fjörsins til hins að auðvitað yrðu allar tegundir notkunar raforkunnar að dreifast víða í efnahagslífinu ef halda ætti uppi atvinnulífi í landinu, sem væri samkeppnihæft við það sem er hjá "þjóðum, sem við berum okkur saman við." 

Orðalagið um stóriðjuna og atvinnulífið tengt á kunnuglegan hátt við "þjóðirnar, sem við viljum bera okkur saman við." 

Færð hafa verið að því skýr rök, að rafvæðing bílaflotans kostar aðeins lítið brot af þeim ósköpum af orku, sem tönnlast er á í öllum fréttaflutningi af þessu máli. 

 


mbl.is Þörf á allt að 124% aukningu á orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafvæðing bílaflotans má ekki seinni verða.

Nú er spáð hraðhækkandi eldsneytisverði á alþjóðamarkaði, lítrinn að fara í 300 krónur og heldur áfram upp. DSC09697

Þetta þýðir gerbreytt ástand á orkumarkaðnum.  

Eftir því sem eldsneytisverð veður upp um þessar mundir, verður kostnaðarmunurinn á því að nota eldsneytisdrifinn bíl og rafdrifinn bíl æ meiri, auk þess sem eldsneytisorkan er innflutt en raforkan ekki. Invicta og Tazzari rafbílar

Á síðunni eru birtar myndir a þremur bílum til nánari útskýringar, sem allir voru keyptir á sínum tíma með hliðsjón að sem mestum sparnaði. 

Grái Suzuki Alto bíllinn var ódýrasti nýi bíllinn á markaðnum þegar hann var keyptur 2014, kostaði 1,75 milljónir nýr og getur eytt allt niður fyrir fimm lítra á hundraðið, en 6,5 l í blönduðum akstri við íslenskar raunaðstæður. 

Þessum bíl hefur verið ekið um 10 þúsund kílómetra á ári um allt land, frá Bolungarvík allt austur til Loðmundarfjarðar og upp á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum! 

Orkukostnaður á 100 kílómetra um 2000 krónur og fer hækkndi! Notið innflutt orka. 

Rauði tveggja manna rauði rafbíllinn, Tazzari Zero, var ódýrasti nýi rafbíllinn á Íslandi 2017 kostaði þá 2 millur. DSC09698

Á myndinni stendur hann fyrir aftan rafbíl af svipaðri stærð, sem nú hefur verið hafin sala á hér á landi, Invicta D2 sem kosta á 2,4 millur nýr.   

Tazzari bílnum hefur verið ekið innanbæjar og farið á honum tvisvar í Borgarnes og einu sinni á Selfoss. Drægnin hefur verið um 90 kílómetrar á hleðslu og hámarkshraðinn getur orðið yfir 90 km áE klst. 

Honum hefur verið ekið þrjú þúsund kílómetra á ári og raforkueyðslan hefur verið um 10 kwst á ekna 100 kílómetra, eða um 100 krónur á 100 kílómetra! Eingöngu notað heimilisrafmagn! Engin erlend orka! 

Endurtek. Orkukostnaður 100 krónur á hundrað kílómeta, 20 sinnum ódýrari en á sparneytnasta bensínbíl. Og orkukostaður á meðalstærð af rafbíl er meira en tíu sinnum minni en á sparneytnasta bensínbíl 

Þriðji bíllinn á myndinni er Suzuki Grand Vitara dísil, árgerð 1998, breyttur fyrir jöklaferðir. Hann verður fornbíll á næsta ári, eyðir um 10 lítrum af dísilolíu á ekna 100 kílómetra.

Honum hefur verið ekið aðeins nokkur hundruð kílómetra ári, eingöngu í örfáum jöklaferðum til myndatöku. 

Síðustu tvö ár hefur aksturinn á þessu heimili færst í það að nýta sem best rafreiðhjól, sem eyðir raforku fyrir 2 krónur á hvern ekinn kílómetra og rafknúið Super Soco LUx léttbifhjól, sem eyðir orku fyrir um 5 krónur á hvern ekinn kílómetra. 

Rafreiðhjólið kostaði 250 þúsund krónur nýtt fyrir sjö árum, en Super Soco hjólið 300 þús. 

Auk þess er hægt að grípa í Honda PCX 125 cc bensínvespu árgerð til ferða út á land, sem eyðir 2,2 l. á hundraðið eða 700 krónum og kostaði 400 þúsund krónur nýtt 2016. 

Farið hefur verið um allt vegakerfið á því hjóli fyrst Hringveginn á rúmum sólarhring 2016, og Hringveginn og Vestfjarðahringinn, alls 2000 km í einum rykk 2017.   

 

 

 

 


mbl.is Enn hækkar bensínverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband