Sérkennilegur afar mikilvægur "afgangur" frá Seinni heimsstyrjöldinni.

Þegar Bandamenn skiptu Austur-Evrópu upp í stríðslok 1945, gekk hluti af Austur-Prússlandi af ef svo má segja. Litháen var að vísu boðið að taka skikann undir sig, en hafnaði því og sýndi að vísu með því mikla framsýni. 

Kaliningrad hefur verið gríðarlega miklivæg miðstöð fyrir Eystrasaltsflota Rússa og gefur þeim miklivæg hernaðarleg tækifæri vegna miðlægrar legu á Eystrasaltssvæðinu.   

Eldflaugum má skjóta þaðan á skotmörk, sem annars væru ekki nógu nálægt og víst er, að allar aðgerðir Pútíns til að styrkja stöðu  sína á Eystrasaltssvæðinu ef Svíþjóð og Finnland ganga í NATO munu tengja Kaliningrad við þær fyrirætlanir. 

Um 600 kílómetra vegalengd er landveg milli Kaliningrad og Rússlands og því er staða þessa forðum hreiðurs prússneskrar valdastefnum aldeilis einstök.

Höfuðborgin hét Königsberg meðan svæðið tilheyrði Þýskalandi og var einkar glæsileg, en lögð í rúst í stríðinu. Meðal Íslendinga, sem voru við nám í Königsberg var Úlfar Þórðarson augnlæknir.    


mbl.is Rússar vara Litháen við aðgerðum vegna Kalíngrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í góðum félagsskap með Janis Joplin.

Ákveðin tímamót urðu í sögu popptónlistar hér um árið þegar Janis Joplin söng "Oh, Lord, woun´t you buy me a Mercedes Benz." 

Þó höfðu Íslendingar orðið fyrri til með að nefna bíltegund í dægurlagi, því að Soffía Karlsdóttir hafði verið látin syngja aldarfjórðungi fyrr í íslensku dægurlagi "...Fordinn, módel níján hundruð og ég veit ekki hvað..." og í laginu "Kappakstur" 1962 höfðu Cadillac og örsmár Fiat leitt saman hesta sína."

Lagið með Janis varð vinsælt og óvænt auglýsing fyrir þýska vörumerkið, sem Donald Trump hataðist svo mikið við síðar, að hann lýsti yfir vilja sínum sem forseta til þess að stöðva framgang Benz, Audi og BMW í Bandaríkjunum til þess að ná fram stefnu sinni um að "gera Bandaríkin glæst á ný." 

Ekkert varð úr þessu hjá Trump, því að þá hefði starfsfólkið í samsetningarverksmiðjum Benz í Bandaríkjunum orðið atvinnulaust, Bandaríkjunum til dýrðar!   

Nú er hinn íslenski leikari og leikstjóri Smári Gunnarsson kominn í félagsskap með lúxusbílaframleiðandanum með þríarma stjörnuna í langri auglýsingu þar sem hann meira að segja upplýsir um það að hann sé með starfsemi í Reykjavík. 

Gaman að þessu.   


mbl.is Íslenskur leikari í auglýsingu Mercedes Benz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband