Las Vegas var breytt úr rándýrri lúxusborg í ódýra fjölskylduvæna borg.

Þegar ferðast var um Bandaríkin 1968 var sólarhrings dvöl með einni svefnnótt fjórum sinnum dýrari en í nokkurri annari af þeim fimm borgum, sem komið var til í hálfs mánaðar ferð. 

Þá þegar var bara það dýrasta á boðstólum hvað snerti skemmtikrafta, svo að það var farið bæði á tónleika hjá Fats Domino og sýningu hjá Milton Berle. 

Borgin var fræg fyrir spilavíti og hjónavígslur vegna lipurra laga um það efni. 

Þrjátíu árum síðar hafði orðið gagnger byltin hvað snerti verðlagið. Yfirvöld borgarinnar höfðu ákveðið að breyta algerlega um stefnu, og það skilaði sér meðal annars í miklu ódýrari gistingu og raunar hræóyrri skammt utan við borgina. 

Borgin er engri lík þarna úti í eyðimörkinni og í henni eru eftirlíkingar af frægustu byggingum heims eins og Pýramidunum, Eiffelturninn, Bridge of London, - nefndu það. 

Þarna eru háðir helstu bardagar í hnefaleikum; þarna komu Elvis og allir til að brillera, já það eru engin takmörk fyrir viðburðum á heimsmælikvarða. 


mbl.is Vegas: Leikvöllur fyrir lífskúnstnera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland: Næstum hvaða bíll sem er getur verið sportjeppi/rafjeppi.

SUV er skammstöfun yfir Sport Utility Vehicle, sem þýðir sport nytjabíll / fjölnotabíll.   Sumir af fyrstu bílunum, svo sem Renault Espace og Dodge Caravan voru hábyggðir fjölnotabílar og þá datt engum hér á landi að klína jeppaheiti á þá. 

En á síðustu árum heftur auglýsingagildi "jepp" valdið því að búið er að gereyða merkingu þess orðs og jafnvel rafbíll af venjulegri heildarhæð eða veghæð er kallaður rafjeppi, þótt hann sé aðeins með framdrifi en engu afturdrifi!  

Blaðamaður mbl. eyðir miklu rými í ágæta umfjöllun um þetta rugl sem er og verður áfram rugl, þrátt fyrir vel ígrundaðar tilraunir til að koma skikki á þessa vitleysu. 

 


mbl.is Skref inn í framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar "stórliði" gestanna var rúllað upp á Hrauninu.

Á þeim árum þegar Hemmi Gunn sá stundum um að velja lið til að heimsækja Litla-Hraun og leika knattspyrnuleik við heimamenn, voru yfirleitt þjóðþekktir liðsmenn í hópi aðkomumannanna en ekki endilega þjálfaðir leikmenn bestu knattspyrnuliðanna. 

Engu að síður nægði reynsla og útsjónarsemi gestanna oftast til þess að úrslit leikjanna urðu gestunum í vil og þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af því. 

En í eitt skiptið urðu mikil umskipti. Einn heimamanna sett lið þeirra í nokkurs konar harðar æfingabúðir og þjálfað þá svo gagngert, að þeir rúlluðu hreinlega gestaliðinu upp, og Hemmi, Henson og kó voru kjöldregnir. 

Stjórnandi fanganna var vel skreyttur í stíl pönkara þeirra tím, með hanakamb og tilheyrandi glingur. 

Þegar leikurinn stóð sem hæst ætlaði Henson ao skora mark af löngu færi, en þá vildi ekki betur til en svo að skotið geigaði svo stórlega að boltinn fór út fyrir fangelsisgirðinguna. 

En þá brá svo við að þjálfarinn með hanakambinn tók snöggt viðbragð, hljóp með eldingarhraða að girðingunni, klifraði enn hraðar yfir hana og kom á sama augnabliki með boltann til baka yfir girðinguna. 

Þetta gerðist svo hratt, að viðstaddir fangaverðir stóðu agndofa og horfðu á, án þess að geta neitt skipt sér af þessu, og hélt leikurinn því áfram eins og ekkert hefði í skorist. 

Meðal gesta var einn útlendingur, sem sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér annað eins, og sagði eftir á, að þetta atvik hefði verið það minnsttæðasta í Íslandsferð sinni. 


mbl.is Sá ekki höggið koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband