Fyrir hverja er Bílastæðasjóður og hverjir eiga hann?

Svarið við þessari spurningu sýnist vera það, að íbúar Reykjavíkur eigi Bílastæðasjóð og að sjóðurinn starfi fyrir þessa eigendur. DSC00152 

En tvenns konara atvik í samskiptum við sjóðinn er hægt að nefna sem vitni um, að það sjónarmið sé algengt að Bílastæðasjóður eigi að þjóna duttlungum og valdafíkn starfsmanna og veita þeim ánægju af þeirri gerð.  

Hér skal annað málið nefnt.

Þegar fyrsti rafbíllinn kom í stóra blokk fyrir fimm árum leist fólki misvel á hann, enda erfitt í fyrstu að finna heppilegan stað fyrir slíkt farartæki. 

En fyrir einskæra heppni fannst lítill grjótstallur við litlar kjallaratröppur niður í geymslurými, sem var eins og hann hefði verið hannaður fyrirfram fyrir þennan litla bíl, er meira að segja vel stærri en bílkrílið, en á myndinni af bílnum, sést, hvernig bílastæðiin við blokkina eru sérmerkt með bláu merki sem einkastæði íbúanna. DSC00154

Pallurinn var og er inni á lóð blokkarinnar, og hægt var að leggja hleðslusnúruna beint úr nefi bílsins niður lóðréttan vegg, og innan við dyr í 220 volta innstungu.

Þessi, að því er virtist endanlega lausn, fékk góðan hljómgrunn, einkum vegna þess, að með því að rafbíllinn stæði þarna tók hann ekkert bílastæði við blokkina frá öðrum bílum, og kostnaðinn við þessa einföldu tengingu borgaði eigandi bílsins.sjálfur. 

En Adam var ekki lengi í paradís. Dag einn um hádegisbil var kominn miði á glugga bílsins, þar sem krafist var ellefu þúsund króna sektar! 

Á yfirborðinu var gefið upp ferli til að vísa svona málum til sérstakrar skoðunar, en í samræðum við fólkið á þeim bæ kom fram ótrúlegur hugsunarháttur. 

Þær upplýsingar fengust, að svo vel stæði nefnilega á að í samræmi við ný umferðarlög hefði gefist tækifæri til að semja nýja reglugerð, sem tryggði, að ef sektin yrði ekki greidd, hefði Bílastæðasjóður heimild til að gera bílinn upptækan með lögregluvaldi hvenær sem væri sólarhringsins!

Og ekki bara það, svo vel vildi nú til að sjóðurinn hefði heimild til að láta fjarlægja og gera upptæka alla bíla í Reykjavík, sem stæðu á einkalóðum fyrir framan bílskúra!

Gaman! Gaman! Að geta fengið að gera reglugerð að ítrasta geðþótta og krækja í heimild til eignaupptöku í raun!   

Þótt eigendur blokkarinnar stæðu með rafbílseigandanum í þessu máli, skipti eignarhald húsfélagsins á grjótstallinum litla, sem enginn maður hafði stigið fæti sínum á, engu máli;  niðurstaðan varð því öruggur sigur Bílastæðasjóðs og lausnin fólst í því að rafbíllinn smái stæði jafnan á einhverjum af merktu stæðunum við blokkina og tæki þar með að óþörfu stæði frá einhverjum öðrum bíleiganda og meira að segja stæði, sem væri tvöfalt stærra en sá litli þurfti.   

Nú má sjá í viðtengdri frétt á mbl.is að Borgarlögmaður telji sig knúinn til þess að taka fyrir eins konar herferð Bílastæðasjóðs á hendur fötluðum.

Það þykir eðlilega frétt en kemur ekki öllum á óvart. 

 

 

 

 


mbl.is Bílastæðasjóður brýtur á fötluðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótin 1989 þegar tölvukubburinn blotnaði í Þórsmerkurferð.

Þegar talað er um "tíu ára gat í þekkingu og þjálfun" er það matsatriði hvort gatið sé ekki miklu eldra, jafnvel þrjátíu ár. 

Þær eru margar, bilanirnar, sem eru minnisstæðar áttræðra, en ein þeirra er kannski einna minnisstæðust; sú fyrsta, sem varð eingöngu svo illskeytt, vegna þess að slíkar bilanir voru nýlunda á þessum árum. 

á leið inn í Þórsmörk á nýlegum Jeep Cherokkee jeppa, steindrapst á bílnum eftir akstur yfir á í sumarvexti. 

Fréttaferðin varð þar með ónýt, því að nú tók við margra klukkustunda bið eftir einhverjum, sem gæti komist að því, hvað væri að. 

Þrautreyndir bifvélavirkjar stóðu og klóruðu sér í skallanum þangað til einn þeirra kvað upp úr með það að með útilokunaraðferð bærust bönd að sérstökum tölvukubbi, sem stjórnaði vinnslu vélarinnar. 

Afgangurinnn af ónýtum vinnudegi fór í að mæla sér mót við bifvélavirkja frá Reykjavík, sem kynni til verka á þessu nýja sviði og kom austur. 

Þegar hann var kominn með puttana í málið tók viðgerðin hálftíma. 

Líklega er rétt að bilið á milli þeirra, sem kunna skil á nýjustu breytingunum á bílum og hinna, sem enn eru ekki komnir á hið nýja stig, hafi breikkað. 

Það má líka orða það í hina áttina; að um sé að ræða bilið á milli þeirra sem enn kunna til verka, til dæmis í sambandi við bíla með gömlu blöndungunum frá þeim tíma, sem enn var sjaldgæft að sjá bílvélar með beinni innspýtingu. 


mbl.is Tíu ára gat í þekkingu og þjálfun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband