29.8.2022 | 23:46
Ef íslensku vindmyllurnar verða svipaðar hér og í Wales, hvað þá?
80 kílómetra vindhraði þykir kannski mikill vindur í Wales, en gaman væri að vita hvernig vindmyllur þar í landi, sem fjúka í slíkum vindi þar í landi, myndu standst tvöfalt meiri vindhraða, sem er algengur hér á landi.
Einn af stærstu vindmyllugörðunum, sem á að reisa hér verður uppi á Brekkufjalli í Hvalfirði og á að teygja spaðana upp í meiri hæð en nemur hæð Skálafells, þar sem í venjulegum janúar getur komið roktímabil, sem verður tífalt lengra en tímabil með miklu minni vindi í Wales sem yfirbugaði þá velsku.
![]() |
Vindmylla fauk í roki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.8.2022 kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.8.2022 | 13:48
Vegir viðskipta og peninga eru oft flóknir í stríði.
Alþjóðlegt tækni- og viðskiptalegt umhverfi nútímans er svo flókið og víðfemt á mörgum sviðum, að slóð peninganna getur orðið stórfurðuleg.
Bara hér á mbl.is í dag má sjá, að Frakkar taka að sér að endurbæta rússneskt eldsneyti, og norskir dvergdrónar seljast eins og heitar lummur til stríðandi fylkinga í Úkraínu að því er virðist.
Evrópa öll og Rússland eru flækt í orkusamninga og kaup og sölu á gasi í svo stórfelldum mæli, að það er erfitt að spá fyrir um það hvernig þau viðskipti fara öll á endanum.
Rætt hefur verið um að ein NATO þjóðanna muni nota sovéskar orrustuþotur af gerðinni MiG 21 í hernaðarviðbúnaðinum vegna Ukranínustríðsins.
Í Seinni heimsstyrjöldinni voru eigendur Opel bílaverksmiðjanna í Þýskalandi General Motors, sem meðal annars framleiddu hinn öfluga vörubíl Opel Blitz, sem var óspart notaður í hernaðarlegum flutningum í stríði Þjóðverja gegn Bandaríkjamönnum.
Þessi nánu sambönd stóðu í hátt á annað ár.
Gamla máltækið að asni klyfjaður gulli komist yfir hvaða borgarmúr, sem er, getur greinilega átt við ansi vítt svið.
![]() |
Norskir dvergdrónar til Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)